Konur í fjötrum ofbeldismanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. desember 2009 06:00 Undanfarin ár hefur erlendum konum sem leita í Kvennaathvarfið fjölgað verulega. Þær voru til dæmis helmingur þeirra kvenna sem í athvarfið leituðu á síðasta ári. Í gær var kynnt rannsókn sem unnin hefur verið í athvarfinu á aðstæðum þeirra erlendu kvenna sem þangað komu á liðlega hálfu öðru ári frá hausti 2007 og fram á mitt ár 2009. Rannsóknin er unnin af Hildi Guðmundsdóttur mannfræðingi og vaktstýru í Kvennaathvarfinu. Meirihluti þeirra erlendu kvenna sem í athvarfið leita er frá löndum utan EES-svæðisins en aðstæður þeirra eru mun verri en hinna sem koma frá löndum sem eru í EES. Aðstæðumunurinn felst einkum í því að konurnar frá EES-löndunum fá dvalar- og atvinnuleyfi svo framarlega sem þær hafa vinnu meðan dvalarleyfi kvenna sem koma frá löndum utan EES-svæðisins er tengt maka þeirra fyrstu fjögur árin sem þær eiga hér heima. Þetta þýðir að við sambúðarslit missa þær dvalarleyfi sitt og eiga þá sjaldnast annarra úrkosta völ en að snúa aftur til fyrri heimkynna, oft í aðstæður sem þær áður höfðu kosið að yfirgefa. Þetta þýðir að í mörgum tilvikum fara þessar konur aftur í óbreyttar aðstæður í sambúð við ofbeldismann. Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis eru þungbærar þeim sem fyrir því verður. Heimilisofbeldi er ein birtingarmynd þess og er iðulega samspil andlegs og líkamlegs ofbeldis sem gerir það að verkum að konur geta átt í erfiðleikum með að losa sig út úr samböndunum þrátt fyrir að eiga í umhverfi sínu sterkt net fjölskyldu og vina. Að búa við heimilisofbeldi og ótryggar aðstæður að öðru leyti, svo sem óvissu um framtíð á Íslandi, óvissu um réttindi, tungumálaörðugleika og án fjárhagslegs sjálfstæðis, eins og fram kemur í skýrslunni að getur verið hlutskipti þessara kvenna, er þungbærara en orð fá lýst. Fram kemur í skýrslunni að um helmingur þeirra kvenna sem koma frá löndum utan EES og leita í Kvennaathvarfið er að flýja aðstæður í sambúð með íslenskum mönnum. Meira að segja er dæmi um að tvær konur af erlendum uppruna hafi leitað í Kvennaathvarfið vegna sama mannsins. Sumarið 2008 var bætt við ákvæði í útlendingalögum sem á að taka til aðstæðna kvenna í ofbeldissamböndum. Ákvæðið opnar fyrir þann möguleika að erlend kona geti fengið áframhaldandi dvalarleyfi ef sambúð er slitið vegna misnotkunar eða ofbeldis. Hildur bendir í skýrslu sinni á að erfitt hefur reynst að nýta ákvæðið, meðal annars vegna þess að sönnunarbyrði getur reynst erfið í heimilisofbeldismálum enda er konunum sem fyrir ofbeldinu verða ekki alltaf kunnugt um að þær geti kallað til lögreglu og/eða fengið áverkavottorð. Hildur Guðmundsdóttir hefur í skýrslu sinni safnað afar mikilvægum upplýsingum um hóp kvenna sem eru lítt sýnilegar í samfélaginu. Þessar upplýsingar verður að nýta til þess bæta úr aðstæðum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun
Undanfarin ár hefur erlendum konum sem leita í Kvennaathvarfið fjölgað verulega. Þær voru til dæmis helmingur þeirra kvenna sem í athvarfið leituðu á síðasta ári. Í gær var kynnt rannsókn sem unnin hefur verið í athvarfinu á aðstæðum þeirra erlendu kvenna sem þangað komu á liðlega hálfu öðru ári frá hausti 2007 og fram á mitt ár 2009. Rannsóknin er unnin af Hildi Guðmundsdóttur mannfræðingi og vaktstýru í Kvennaathvarfinu. Meirihluti þeirra erlendu kvenna sem í athvarfið leita er frá löndum utan EES-svæðisins en aðstæður þeirra eru mun verri en hinna sem koma frá löndum sem eru í EES. Aðstæðumunurinn felst einkum í því að konurnar frá EES-löndunum fá dvalar- og atvinnuleyfi svo framarlega sem þær hafa vinnu meðan dvalarleyfi kvenna sem koma frá löndum utan EES-svæðisins er tengt maka þeirra fyrstu fjögur árin sem þær eiga hér heima. Þetta þýðir að við sambúðarslit missa þær dvalarleyfi sitt og eiga þá sjaldnast annarra úrkosta völ en að snúa aftur til fyrri heimkynna, oft í aðstæður sem þær áður höfðu kosið að yfirgefa. Þetta þýðir að í mörgum tilvikum fara þessar konur aftur í óbreyttar aðstæður í sambúð við ofbeldismann. Allar birtingarmyndir kynbundins ofbeldis eru þungbærar þeim sem fyrir því verður. Heimilisofbeldi er ein birtingarmynd þess og er iðulega samspil andlegs og líkamlegs ofbeldis sem gerir það að verkum að konur geta átt í erfiðleikum með að losa sig út úr samböndunum þrátt fyrir að eiga í umhverfi sínu sterkt net fjölskyldu og vina. Að búa við heimilisofbeldi og ótryggar aðstæður að öðru leyti, svo sem óvissu um framtíð á Íslandi, óvissu um réttindi, tungumálaörðugleika og án fjárhagslegs sjálfstæðis, eins og fram kemur í skýrslunni að getur verið hlutskipti þessara kvenna, er þungbærara en orð fá lýst. Fram kemur í skýrslunni að um helmingur þeirra kvenna sem koma frá löndum utan EES og leita í Kvennaathvarfið er að flýja aðstæður í sambúð með íslenskum mönnum. Meira að segja er dæmi um að tvær konur af erlendum uppruna hafi leitað í Kvennaathvarfið vegna sama mannsins. Sumarið 2008 var bætt við ákvæði í útlendingalögum sem á að taka til aðstæðna kvenna í ofbeldissamböndum. Ákvæðið opnar fyrir þann möguleika að erlend kona geti fengið áframhaldandi dvalarleyfi ef sambúð er slitið vegna misnotkunar eða ofbeldis. Hildur bendir í skýrslu sinni á að erfitt hefur reynst að nýta ákvæðið, meðal annars vegna þess að sönnunarbyrði getur reynst erfið í heimilisofbeldismálum enda er konunum sem fyrir ofbeldinu verða ekki alltaf kunnugt um að þær geti kallað til lögreglu og/eða fengið áverkavottorð. Hildur Guðmundsdóttir hefur í skýrslu sinni safnað afar mikilvægum upplýsingum um hóp kvenna sem eru lítt sýnilegar í samfélaginu. Þessar upplýsingar verður að nýta til þess bæta úr aðstæðum þeirra.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun