Sjálfstæðismenn leggja til sáttaleið 7. apríl 2009 16:58 Hluti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Sterk krafa er um það í samfélaginu að þingmenn snúi bökum saman og móti lausnir og úrræði fyrir heimili og fyrirtæki í vanda. Okkar mat er að þetta verkefni sé það mikilvægasta sem liggi fyrir þinginu um þessar mundir," segir í opnu bréfi til Guðbjarts Hannessonar sem allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skrifa undir. Hart hefur verið tekist á um störf þingsins undanfarna daga og hafa sjálfstæðismenn verði sakaðir um að standa fyrir málfþófi um frumvarp forystumanna allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn um til stjórnskipunarlaga. Sjálfstæðismenn segjast vera tilbúnir til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni en segja að þær verði að vera vel undirbúnar og vandaðar. „Það er hins vegar óásættanlegt að umræður um breytingar um stjórnarskrána yfirskyggi allt annað og taki tíma Alþingis frá öðrum þýðingarmiklum málum sem rík samstaða er um að ljúka á þingi. Við teljum að Alþingi verði að koma sér saman um að forgangsraða þingmálum eftir mikilvægi þeirra fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu, hve mikið liggur á þeim og hve rík samstaða er um málin á þingi." Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur því fram þá tillögu til sátta að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi. „Við leggjum sérstaka áherslu á eftirfarandi þingmál og lýsum okkur jafnframt reiðubúin til viðræðna um framgang annarra mikilvægra mála: Frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðlána, frumvarp um heimild til samninga vegna álvers í Helguvík, breytingar á tekjuskattslögum og þingsályktunartillaga um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, og Illugi Gunnarsson, varaformaður þingflokksins, afhentu Guðbjarti bréfið í dag.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22 Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi. 7. apríl 2009 15:22
Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 44 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag. 7. apríl 2009 14:06