Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG 28. desember 2010 06:00 „Beðin um að segja af sér” var fyrirsögn á viðtali DV við Lilju Mósesdóttur fyrir rúmu ári. Nú veltir hún fyrir sér úrsögn úr þingflokknum. fréttablaðið/valli Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. [email protected] Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. [email protected]
Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“