Glæpur og refsing Ólafur Stephensen skrifar 31. ágúst 2010 07:30 Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. Niðurstöðurnar koma á óvart, enda rifjar Helgi upp margvíslegar rannsóknir, sem hann hefur staðið fyrir og hafa ævinlega sýnt að almenningur á Íslandi telji dóma of væga. Það er sömuleiðis í samræmi við hina almennu umræðu í samfélaginu. Helgi telur mögulegt að þynging refsinga, sem óumdeilanlega hefur átt sér stað á undanförnum árum, hafi farið framhjá fólki og jafnvel hafi verið gengið of langt í þeim efnum. Þetta er þó sennilega mismunandi eftir brotaflokkum. Enn er viðhorf margra að dómar í kynferðisbrotamálum, ekki sízt þar sem börn eru fórnarlömbin, séu of vægir. Helgi Gunnlaugsson telur að eftir að dómar í fíkniefnamálum voru þyngdir mjög fyrir nokkrum árum hafi dómar í annars konar brotamálum verið bornir saman við þá. Í málum þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi er sá samanburður enn mjög á einn veg; þar er úthlutað vægari dómum og refsiramminn sem Alþingi hefur ákveðið síður nýttur. Hitt er áreiðanlega rétt, að niðurstöður könnunarinnar kunna að benda til að í ýmsum málum séu dómstólar jafnvel farnir að kveða upp svo þunga dóma, að sé komið á skjön við réttarvitund almennings. Full ástæða er til að skoða og ræða hvort svo sé. Helgi hvetur til þess að nefnd dómsmálaráðherra, sem á að skoða hvernig bregðast eigi við ástandinu í fangelsismálum, hafi niðurstöður könnunarinnar til hliðsjónar. Nú er svo komið, að menn sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar fyrir afbrot geta þurft að bíða mánuðum eða misserum saman eftir því að hefja afplánun. Á undanförnum árum eru dæmi þess að menn hafa látizt áður en þeir voru boðaðir til afplánunar, eða þá að refsingin fyrndist. Slíkt ástand þýðir annars vegar að sumir taka aldrei út refsingu. Hins vegar jaðrar það við mannréttindabrot, því að í ýmsum tilvikum eru menn búnir að ná tökum á lífi sínu á ný á meðan þeir bíða afplánunar, jafnvel komnir í vinnu og búnir að stofna fjölskyldu og heimili og eiga þá yfir höfði sér að fangelsisvist kippi aftur undan þeim fótunum. Lausnin á þessum vanda felst í tvennu; að bæta við fangelsum svo allir geti afplánað sem fyrst, og að breyta því hvernig menn taka út sína refsingu. Mörg nágrannalönd okkar hafa aukið heimildir dómstóla til að dæma menn til samfélagsþjónustu, með góðum árangri. Full ástæða er til að skoða leiðir af því tagi, með það að markmiði að menn taki út sína refsingu en hún stuðli jafnframt að því að þeir verði nýtir þjóðfélagsþegnar. Líkast til er vaxandi stuðningur meðal almennings við slíkar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. Niðurstöðurnar koma á óvart, enda rifjar Helgi upp margvíslegar rannsóknir, sem hann hefur staðið fyrir og hafa ævinlega sýnt að almenningur á Íslandi telji dóma of væga. Það er sömuleiðis í samræmi við hina almennu umræðu í samfélaginu. Helgi telur mögulegt að þynging refsinga, sem óumdeilanlega hefur átt sér stað á undanförnum árum, hafi farið framhjá fólki og jafnvel hafi verið gengið of langt í þeim efnum. Þetta er þó sennilega mismunandi eftir brotaflokkum. Enn er viðhorf margra að dómar í kynferðisbrotamálum, ekki sízt þar sem börn eru fórnarlömbin, séu of vægir. Helgi Gunnlaugsson telur að eftir að dómar í fíkniefnamálum voru þyngdir mjög fyrir nokkrum árum hafi dómar í annars konar brotamálum verið bornir saman við þá. Í málum þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi er sá samanburður enn mjög á einn veg; þar er úthlutað vægari dómum og refsiramminn sem Alþingi hefur ákveðið síður nýttur. Hitt er áreiðanlega rétt, að niðurstöður könnunarinnar kunna að benda til að í ýmsum málum séu dómstólar jafnvel farnir að kveða upp svo þunga dóma, að sé komið á skjön við réttarvitund almennings. Full ástæða er til að skoða og ræða hvort svo sé. Helgi hvetur til þess að nefnd dómsmálaráðherra, sem á að skoða hvernig bregðast eigi við ástandinu í fangelsismálum, hafi niðurstöður könnunarinnar til hliðsjónar. Nú er svo komið, að menn sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar fyrir afbrot geta þurft að bíða mánuðum eða misserum saman eftir því að hefja afplánun. Á undanförnum árum eru dæmi þess að menn hafa látizt áður en þeir voru boðaðir til afplánunar, eða þá að refsingin fyrndist. Slíkt ástand þýðir annars vegar að sumir taka aldrei út refsingu. Hins vegar jaðrar það við mannréttindabrot, því að í ýmsum tilvikum eru menn búnir að ná tökum á lífi sínu á ný á meðan þeir bíða afplánunar, jafnvel komnir í vinnu og búnir að stofna fjölskyldu og heimili og eiga þá yfir höfði sér að fangelsisvist kippi aftur undan þeim fótunum. Lausnin á þessum vanda felst í tvennu; að bæta við fangelsum svo allir geti afplánað sem fyrst, og að breyta því hvernig menn taka út sína refsingu. Mörg nágrannalönd okkar hafa aukið heimildir dómstóla til að dæma menn til samfélagsþjónustu, með góðum árangri. Full ástæða er til að skoða leiðir af því tagi, með það að markmiði að menn taki út sína refsingu en hún stuðli jafnframt að því að þeir verði nýtir þjóðfélagsþegnar. Líkast til er vaxandi stuðningur meðal almennings við slíkar lausnir.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun