Umfjöllun: KR-ingar kláruðu Fjölnismenn undir lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. október 2010 20:55 Mynd/Vilhelm KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira