Almenningur vill sjá vægari refsingar 24. ágúst 2010 06:15 Niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til refsinga benda til þess að almenningur hér á landi sé í reynd refsimildari en dómstólar. Hinn almenni borgari vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Ekki endilega með lengri fangelsisvist. Fréttablaðið/Vilhelm Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag. „Þessar niðurstöður styðja ekki kröfur um lengri refsivist í fangelsi," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni fyrir Íslands hönd. Hann segir niðurstöðurnar að mörgu leyti hafa komið á óvart og vakið mikla athygli á dómstólaþinginu ytra. Þær stangist á við aðrar rannsóknir hér á landi, sem og opinbera umfjöllun, sem hafi lengi bent til þess að meirihluti Íslendinga álíti refsingar of vægar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Rannsóknin var þríþætt. Almenn tilfinning borgara fyrir afbrotum og refsingum var könnuð með símakönnun. Þá var afstaða borgara mæld í póstkönnun, með því að láta svarendum í té upplýsingar um viðurlög og atvikalýsingu á sex afbrotum. Að lokum voru settir saman tólf rýnihópar sem sáu myndbrot úr réttarhaldi í einu afbrotamálinu sem einnig var í póstkönnuninni. Hópur starfandi dómara úrskurðaði síðan um refsingar í málunum sex, út frá þeim dómavenjum sem ríkja hér á landi, til að fá samanburð við afstöðu borgaranna. Málin voru öll alvarleg - líkamsárás á götu úti, nauðgun, makaofbeldi, fíkniefnasmygl, fjárdráttur í banka og búðarrán. Í öllum málunum sex vanmátu Íslendingar hvaða refsing væri líklegust hjá íslenskum dómstólum. Þá vildu svarendur í öllum tilfellum sjá vægari refsingar en dómarahópurinn hafði komist að. „Almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað refsingar eru þungar," segir Helgi. Hugsanlega megi rekja það til mikillar umræðu um vægar refsingar hér á landi. Hann segir að niðurstöðurnar megi túlka þannig að Íslendingar vilji að brotamenn gjaldi fyrir misgjörðir sínar, en með fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur. Hér á landi sé hugsanlega um of einblínt á þyngri refsingar í formi langrar innilokunar. Nýta mætti aðra kosti betur, til að mynda miskabætur til þolenda, sáttamiðlun, afplánun utan fangelsa og samfélagsþjónustu. [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira