Fundum frestað - ekki blásnir af Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2010 12:53 Ráðhús Reykjavíkur. Mynd/ GVA. Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri sem birtist hér á Vísi í morgun komi fram að áætlun hafi verið breytt. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. „Þeir verða haldnir síðar á árinu, samkvæmt ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem fannst ekki rétt að efna til hefðbundinna hverfafunda borgarstjóra á kostnað borgarbúa nú stuttu fyrir kosningar. Hanna Birna mun eiga fundi með íbúum í hverfum borgarinnar í aðdraganda kosninga en ekki á kostnað borgarinnar. Hanna Birna hefur átt fjölmarga fundi í hverfum borgarinnar og hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs áttu á síðasta ári fundi í öllum þjónustumiðstöðvum hverfa borgarinnar með fulltrúum skóla, íþróttafélaga, lögreglu og annarra lykilaðila í hverfum. Þá var nýjung að halda Hugmyndaþing í haust í Ráðhúsi Reykjavíkur og auk þess hafa verið haldnir fundir með hverfisráðum, nú síðast opinn fundur með hverfisráði miðborgar. Undanfarið hafa verið stigin mikilvæg skref hjá Reykjavíkurborgar í að efla hverfin með verkefnum eins og 1,2 og Reykjavík og síðast með Kjóstu verkefni í þínu hverfi í desember á síðasta ári þar sem borgarbúum gafst tækifæri til að forgangsraða smærri framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverju hverfi fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í framhaldi af umræðum á Hugmyndaþingi og fram komnum óskum íbúa er ætlunin að auka þjónustu við borgarbúa í hverfunum enn betur á næstunni, m.a. með því að auka rafræna þjónustu, upplýsingagátt um þjónustu, framkvæmdir og úrbætur, framgang lýðræðisverkefnisins og sérstökum á ábendingarvef fyrir hvert hverfi," segir í tölvupósti frá aðstoðarmanni borgarstjóra. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra segir það ekki rétt að hefðbundnir hverfafundir borgarstjóra hafi verið blásnir af heldur verði þeir haldnir síðar á árinu, segir Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. Hann bendir á að í tilvitnuðum tölvupósti í fréttinni sjálfri sem birtist hér á Vísi í morgun komi fram að áætlun hafi verið breytt. Það sé því ranglega ályktað að fundirnir verði ekki haldnir í ár. „Þeir verða haldnir síðar á árinu, samkvæmt ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, sem fannst ekki rétt að efna til hefðbundinna hverfafunda borgarstjóra á kostnað borgarbúa nú stuttu fyrir kosningar. Hanna Birna mun eiga fundi með íbúum í hverfum borgarinnar í aðdraganda kosninga en ekki á kostnað borgarinnar. Hanna Birna hefur átt fjölmarga fundi í hverfum borgarinnar og hún og Óskar Bergsson, formaður borgarráðs áttu á síðasta ári fundi í öllum þjónustumiðstöðvum hverfa borgarinnar með fulltrúum skóla, íþróttafélaga, lögreglu og annarra lykilaðila í hverfum. Þá var nýjung að halda Hugmyndaþing í haust í Ráðhúsi Reykjavíkur og auk þess hafa verið haldnir fundir með hverfisráðum, nú síðast opinn fundur með hverfisráði miðborgar. Undanfarið hafa verið stigin mikilvæg skref hjá Reykjavíkurborgar í að efla hverfin með verkefnum eins og 1,2 og Reykjavík og síðast með Kjóstu verkefni í þínu hverfi í desember á síðasta ári þar sem borgarbúum gafst tækifæri til að forgangsraða smærri framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverju hverfi fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í framhaldi af umræðum á Hugmyndaþingi og fram komnum óskum íbúa er ætlunin að auka þjónustu við borgarbúa í hverfunum enn betur á næstunni, m.a. með því að auka rafræna þjónustu, upplýsingagátt um þjónustu, framkvæmdir og úrbætur, framgang lýðræðisverkefnisins og sérstökum á ábendingarvef fyrir hvert hverfi," segir í tölvupósti frá aðstoðarmanni borgarstjóra.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Hverfafundir borgarstjóra blásnir af Búið er að blása af hverfafundi borgarstjóra en þeir hafa um árbil verið hugsaðir sem hluti af samræðum borgarbúa og æðsta stjórnanda Reykjavíkurborgar. Fjölmennur hópur sem fékk tölvupóst um málið var beðinn um að eyða fyrri dreifibréfi sínu varðandi fundina. 15. mars 2010 09:53