Í skjóli Kína? Ólafur Stephensen skrifar 10. júní 2010 06:00 Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku. Skipt er á íslenzkum krónum og kínverskum júan, sem þýðir að viðskipti milli landanna þurfa ekki að fara fram í öðrum myntum, til dæmis dollurum eða evrum. Samningurinn léttir því þrýstingi af gjaldeyrisforða Seðlabankans og er líklegur til að efla viðskipti landanna. Í frétt Fréttablaðsins af samningnum í gær sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að hægt væri að túlka hann sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu. „Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð," sagði hann. Samningurinn við Kína kemur sér vissulega vel. Hann siglir í kjölfar afar góðra samskipta ríkjanna undanfarin ár. Það hefur raunar vakið furðu margra, hversu jákvæð og mikil þau hafa verið. Kína hefur sýnt Íslandi áhuga og ýmsan sóma, sem er ekki alveg í samræmi við stærðarmun ríkjanna. Sendiráðsrekstur Kína í Reykjavík er umfangsmeiri en annarra ríkja. Forseti landsins kom hingað í opinbera heimsókn 2002 og þess var vel gætt að engar óvæntar uppákomur kæmu honum úr jafnvægi. Háttsettir kínverskir embættismenn, á borð við flokksritarann og aðstoðarseðlabankastjórann, sem hér voru í gær, hafa komið hingað til lands í stríðum straumum og íslenzkir stjórnmála-, kaupsýslu- og embættismenn, með forsetann í broddi fylkingar, hafa sömuleiðis verið tíðir gestir í Kína. Aukinheldur hefur Kína stutt framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sýnt því meiri áhuga að semja við Ísland um fríverzlun en önnur EFTA-ríki eða Evrópusambandið, stutt endurkomu Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið og þannig mætti áfram telja. Kína er upprennandi stórveldi og risamarkaður og sjálfsagt að hafa við það jákvæð samskipti og mikil viðskipti. Íslendingar mega þó ekki ganga að samningaborðinu alveg bláeygir og fagnandi þeim áhuga, sem stórveldið sýnir á að veita okkur skjól. Þar liggja að sjálfsögðu hagsmunir að baki og fræg langtímasýn Kínverja, sem finnst hlægilegt að hugsa ekki nema eitt eða fimm ár fram í tímann. Ýmsir sérfræðingar hafa vakið athygli á því að Kínverjar vilji öðlast hér fótfestu ef og þegar siglingaleiðir yfir norðurheimskautið opnast. Þá geti Ísland orðið mikilvægur staður fyrir umskipunarhafnir. Slík stefnumörkun væri í samræmi við kínverska utanríkisstefnu undanfarin ár; Kínverjar hafa til að mynda gerzt umsvifamiklir í viðskiptum, fjárfestingum, þróunaraðstoð og stjórnmálatengslum víða í þriðja heiminum, augljóslega til að tryggja aðgang sinn að auðlindum og flutningum. Við megum ekki gleyma að Kína er ennþá miðstýrt harðstjórnar- og einræðisríki og stefna þess um aukin ítök á heimsvísu gengur að mörgu leyti út á að þau verði á kostnað vestrænna lýðræðisríkja. Það þýðir samt ekki endilega að áhugi Kínverja á Íslandi sé neikvæður. Hann getur til dæmis styrkt samningsstöðu Íslands í væntanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fleiri horfa til aukins mikilvægis norðurslóða en Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku. Skipt er á íslenzkum krónum og kínverskum júan, sem þýðir að viðskipti milli landanna þurfa ekki að fara fram í öðrum myntum, til dæmis dollurum eða evrum. Samningurinn léttir því þrýstingi af gjaldeyrisforða Seðlabankans og er líklegur til að efla viðskipti landanna. Í frétt Fréttablaðsins af samningnum í gær sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að hægt væri að túlka hann sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu. „Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð," sagði hann. Samningurinn við Kína kemur sér vissulega vel. Hann siglir í kjölfar afar góðra samskipta ríkjanna undanfarin ár. Það hefur raunar vakið furðu margra, hversu jákvæð og mikil þau hafa verið. Kína hefur sýnt Íslandi áhuga og ýmsan sóma, sem er ekki alveg í samræmi við stærðarmun ríkjanna. Sendiráðsrekstur Kína í Reykjavík er umfangsmeiri en annarra ríkja. Forseti landsins kom hingað í opinbera heimsókn 2002 og þess var vel gætt að engar óvæntar uppákomur kæmu honum úr jafnvægi. Háttsettir kínverskir embættismenn, á borð við flokksritarann og aðstoðarseðlabankastjórann, sem hér voru í gær, hafa komið hingað til lands í stríðum straumum og íslenzkir stjórnmála-, kaupsýslu- og embættismenn, með forsetann í broddi fylkingar, hafa sömuleiðis verið tíðir gestir í Kína. Aukinheldur hefur Kína stutt framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sýnt því meiri áhuga að semja við Ísland um fríverzlun en önnur EFTA-ríki eða Evrópusambandið, stutt endurkomu Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið og þannig mætti áfram telja. Kína er upprennandi stórveldi og risamarkaður og sjálfsagt að hafa við það jákvæð samskipti og mikil viðskipti. Íslendingar mega þó ekki ganga að samningaborðinu alveg bláeygir og fagnandi þeim áhuga, sem stórveldið sýnir á að veita okkur skjól. Þar liggja að sjálfsögðu hagsmunir að baki og fræg langtímasýn Kínverja, sem finnst hlægilegt að hugsa ekki nema eitt eða fimm ár fram í tímann. Ýmsir sérfræðingar hafa vakið athygli á því að Kínverjar vilji öðlast hér fótfestu ef og þegar siglingaleiðir yfir norðurheimskautið opnast. Þá geti Ísland orðið mikilvægur staður fyrir umskipunarhafnir. Slík stefnumörkun væri í samræmi við kínverska utanríkisstefnu undanfarin ár; Kínverjar hafa til að mynda gerzt umsvifamiklir í viðskiptum, fjárfestingum, þróunaraðstoð og stjórnmálatengslum víða í þriðja heiminum, augljóslega til að tryggja aðgang sinn að auðlindum og flutningum. Við megum ekki gleyma að Kína er ennþá miðstýrt harðstjórnar- og einræðisríki og stefna þess um aukin ítök á heimsvísu gengur að mörgu leyti út á að þau verði á kostnað vestrænna lýðræðisríkja. Það þýðir samt ekki endilega að áhugi Kínverja á Íslandi sé neikvæður. Hann getur til dæmis styrkt samningsstöðu Íslands í væntanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fleiri horfa til aukins mikilvægis norðurslóða en Kína.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun