Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu.
Icelandair stefnir að því að fljúga á morgun til og frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og Helsinki. Fyrstu brottfarir verða klukkan hálf níu í fyrramálið frá Keflavíkurflugvelli.
Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.
Icelandair hefur aflýst flugi á morgun til London, Frankfurt, Parísar og Manchester/Glasgow. Flug til og frá Bandaríkjunum verður samkvæmt áætlun.

