Skýrir hagsmunir og óskýrir Ólafur Stephensen skrifar 5. júlí 2010 06:00 Í umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabankavexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjármagnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðarnefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa. Ummæli Franeks Roswadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, í helgarblaði Fréttablaðsins setja málið í annað ljós. Roswadowski segir í fyrsta lagi að bankarnir muni geta tekið eitthvað af högginu á sig, verði niðurstaða Hæstaréttar sú að þeir sem tóku gengislán greiði aðeins samningsvextina. Þeir muni þó aldrei ráða við það allt og þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum, muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkinu, þ.e. skattgreiðendum. Það verði kostnaðarsamt, enda ábyrgist ríkissjóður innistæður í bönkunum. Skattahækkanir geti þurft að koma til. Í öðru lagi nefnir fulltrúi AGS að útlit sé fyrir það vegna Hæstaréttardómsins á dögunum að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja tefjist enn frekar en þegar sé orðið. Loks segir Roswadowski að óvissa vegna málsins tefji afnám gjaldeyrishafta; ekkert vit sé í að aflétta þeim þegar óvissa ríki í efnahagsmálum. Að því gefnu að greining Franeks Roswadowski sé rétt, er málið ekki alveg svo einfalt að málið snúist bara um hagsmuni skuldara annars vegar og fjármagnseigenda og útlendra kröfuhafa hins vegar. Það er líka hægt að stilla því þannig upp að annars vegar snúist það um mjög skýrt skilgreinda hagsmuni, sem þessir tveir hópar eiga, hins vegar um almennari og ekki eins rækilega skilgreinda hagsmuni, sem flest heimili og fyrirtæki í landinu eiga. Auðvitað eiga heimili og fyrirtæki, sem tóku gengistryggð lán, mjög skýra hagsmuni af því að þau breytist vegna dóms Hæstaréttar í hagstæðustu lán sem völ er á, bæði fyrir og eftir kreppu. Og í ljósi þess að fjármálastofnanir hefðu aldrei veitt lán á slíkum kjörum, enda hefðu þær svo augljóslega tekið alltof mikla áhættu með slíkum lánveitingum, eiga þær líka skýra hagsmuni af því að samningsvextir verði ekki niðurstaðan. Með því að fara þá leið sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa lagt til, að miða við lægstu vexti Seðlabankans, er óhagræðinu af falli krónunnar í flestum tilvikum skipt á milli þessara hópa. Öll heimili og fyrirtæki á Íslandi eiga svo hagsmuni af því að kreppunni ljúki sem fyrst. Það er ekki þeirra hagur, hvorki þeirra sem tóku gengistryggð lán né þeirra sem fjármögnuðu sig einhvern veginn öðruvísi, að fjármálakerfið fái á sig högg eða að ríkissjóður neyðist til að koma því til bjargar. Hæstiréttur mun að sjálfsögðu dæma eftir réttum lögum. En það er ástæða til að mála ekki bara svarthvíta mynd af því hvaða hagsmunir eru í spilinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Í umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabankavexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjármagnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðarnefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa. Ummæli Franeks Roswadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, í helgarblaði Fréttablaðsins setja málið í annað ljós. Roswadowski segir í fyrsta lagi að bankarnir muni geta tekið eitthvað af högginu á sig, verði niðurstaða Hæstaréttar sú að þeir sem tóku gengislán greiði aðeins samningsvextina. Þeir muni þó aldrei ráða við það allt og þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum, muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkinu, þ.e. skattgreiðendum. Það verði kostnaðarsamt, enda ábyrgist ríkissjóður innistæður í bönkunum. Skattahækkanir geti þurft að koma til. Í öðru lagi nefnir fulltrúi AGS að útlit sé fyrir það vegna Hæstaréttardómsins á dögunum að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja tefjist enn frekar en þegar sé orðið. Loks segir Roswadowski að óvissa vegna málsins tefji afnám gjaldeyrishafta; ekkert vit sé í að aflétta þeim þegar óvissa ríki í efnahagsmálum. Að því gefnu að greining Franeks Roswadowski sé rétt, er málið ekki alveg svo einfalt að málið snúist bara um hagsmuni skuldara annars vegar og fjármagnseigenda og útlendra kröfuhafa hins vegar. Það er líka hægt að stilla því þannig upp að annars vegar snúist það um mjög skýrt skilgreinda hagsmuni, sem þessir tveir hópar eiga, hins vegar um almennari og ekki eins rækilega skilgreinda hagsmuni, sem flest heimili og fyrirtæki í landinu eiga. Auðvitað eiga heimili og fyrirtæki, sem tóku gengistryggð lán, mjög skýra hagsmuni af því að þau breytist vegna dóms Hæstaréttar í hagstæðustu lán sem völ er á, bæði fyrir og eftir kreppu. Og í ljósi þess að fjármálastofnanir hefðu aldrei veitt lán á slíkum kjörum, enda hefðu þær svo augljóslega tekið alltof mikla áhættu með slíkum lánveitingum, eiga þær líka skýra hagsmuni af því að samningsvextir verði ekki niðurstaðan. Með því að fara þá leið sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa lagt til, að miða við lægstu vexti Seðlabankans, er óhagræðinu af falli krónunnar í flestum tilvikum skipt á milli þessara hópa. Öll heimili og fyrirtæki á Íslandi eiga svo hagsmuni af því að kreppunni ljúki sem fyrst. Það er ekki þeirra hagur, hvorki þeirra sem tóku gengistryggð lán né þeirra sem fjármögnuðu sig einhvern veginn öðruvísi, að fjármálakerfið fái á sig högg eða að ríkissjóður neyðist til að koma því til bjargar. Hæstiréttur mun að sjálfsögðu dæma eftir réttum lögum. En það er ástæða til að mála ekki bara svarthvíta mynd af því hvaða hagsmunir eru í spilinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun