Stefnuræða Jóhönnu í heild sinni 5. október 2010 11:26 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Hún birtist hér í heild sinni. „Góðir landsmenn. Alþingi og ríkisstjórnin hafa hlotið mikla og vaxandi gagnrýni í kjölfar bankahrunsins. Að mörgu leyti hefur Alþingi og við sem þingmenn og ráðherrar gengið í gegnum prófraun, prófraun sem enn stendur yfir. Aukin harka innan þings og átök á milli þings og ríkisstjórnar er vandamál sem brýnt er að finna lausn á. Ég vil undirstrika að okkur ber að líta á löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið sem samherja. Gagnkvæm virðing á að einkenna samskipti þessara aðila og þeir eiga hvorki að eiga í samkeppni né heyja baráttu, heldur vinna sameiginlega að hagsmunum þjóðarinnar. Að ýmsu leyti hefur okkur mistekist þetta bæði á vettvangi ríkisstjórnar og hér í þinginu. Af því þurfum við að læra og feta okkur áfram inn á nýjar brautir. En við eigum einnig, og ekki síður, að horfa til þess sem vel er gert og draga af því lærdóm. Sem betur fer eru slík dæmi mun fleiri og við getum verið stolt af fjölmörgum verkum okkar á vettvangi þings og ríkisstjórnar á undanförnum misserum. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna þá miklu vinnu sem farið hefur fram á vettvangi þingsins við rannsókn á hruni fjármálakerfisins. Vönduð og ítarleg skýrsla rannsóknarnefndarinnar um orsakir hrunsins og sú þverpólitíska sátt sem náðist í þingmannanefndinni og hér á Alþingi um niðurstöðu skýrslunnar er í mínum huga afrek. Þarna sýndi Alþingi Íslendinga sínar bestu hliðar. Í ferlinu varðandi ákærurnar tókst okkur því miður ekki eins vel að vinna úr málum og af því þurfum við að læra. Ég ætla mér ekki að kveða hér upp dóm um hvað fór úrskeiðis eða hvað þurfi að laga og ekki dreg ég í efa að öll höfum við unnið samkvæmt bestu samvisku og sannfæringu. En sú staðreynd blasir nú við að ósætti og óánægja ríkir vegna málsins, jafnt hér á þingi sem í samfélaginu. Við verðum að slíðra sverðin. Við höfum um það val að gera illt verra, grafa okkur niður í skotgrafir og láta reiðina stjórna för eða vinna okkur sameiginlega út úr vandanum. Ég lýsi mig reiðubúna til samstarfs við alla stjórnmálaflokka, bæði um löngu tímabæra endurskoðun á lögum um landsdóm og lögum um ráðherraábyrgð og aðra þá þætti, sem gætu grætt þau sár sem átök undanfarinna vikna hafa skilið eftir. Það hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá mér að ýmsir þingmenn kalla nú eftir kosningum. Muni nýtt þing, ný ríkisstjórn og tafarlausar kosningar auðvelda úrlausn þeirra viðamiklu verkefna sem framundan eru, þá mun ekki standa á mér að víkja til hliðar. Ég og ríkisstjórn mín munum hins vegar ekki skorast undan því að ljúka þeim verkefnum sem við blasa, sé það vilji þingsins. Góðir landsmenn. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs tók við stjórnartaumunum eftir eitthvert alvarlegasta efnahagshrun síðari tíma og á undraskömmum tíma höfum við náð tökum á efnahagsvandanum og horfum nú fram á betri tíð. Erlendir sérfræðingar tala jafnvel um kraftaverk í þessu samhengi. Ég vil nefna hér mælanlegan árangur á nokkrum sviðum: Í fyrsta lagi hefur dregið úr atvinnuleysi, það var 7,3% í ágústmánuði, samanborið við 9% í upphafi árs. Við eigum ekki að sætta okkur við atvinnuleysi hér á landi og mikilvægt er að störfum er nú tekið að fjölga á ný. Fjölgun starfa nemur um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til sama tíma í ár. Í öðru lagi hefur gengi krónunnar styrkst um 13% á undaförnum 12 mánuðum. Í þriðja lagi bendi ég á að stýrivextir hafa lækkað um tæp 12% prósentustig, úr 18% í 6,25%. Í kjölfarið hafa vextir banka og fjármálastofnana lækkað. Í fjórða lagi hefur verðbólgan ekki verið lægri í þrjú ár og mælist nú einungis 3,7% á ársgrundvelli. Undanfarna þrjá mánuði hefur verðlag raunar lækkað hér á landi. Í fimmta lagi hefur kaupmáttur launa vaxið lítillega á undanförnum þremur til fjórum mánuðum. Í sjötta lagi hefur verið góður afgangur á viðskiptum við útlönd. Viðsnúningur í erlendum viðskiptum er ævintýri líkastur. Árið 2008 var halli sem nam 22% af landsframleiðslu en árið 2010 er reiknað með afgangi. Í sjöunda lagi hefur skuldatryggingarálag á skuldbindingar ríkissjóðs hægt og bítandi verið að lækka, var talsvert yfir 600 punktum en er nú komið niður undir 300 punkta. Það sýnir með ótvíræðum hætti jákvætt mat fjármálaheimsins á árangri ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Í áttunda lagi hafa orðið umskipti í afkomu ríkissjóðs. Á fjórum árum mun halli ríkissjóðs fara úr 216 milljörðum króna árið 2008 í 36,4 milljarða árið 2011. Þau atriði sem ég hef nú rakið sýna svo ekki verður um villst að á grundvelli skýrrar efnahagsáætlunar höfum við náð markverðum árangri, árangri sem hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi og mun bæta lífskjör Íslendinga og vekja traust á Íslandi á ný. Í ljósi þessa er umhugsunarvert hve fjölmiðlar hér á landi draga upp dökka mynd af ástandinu en fjalla lítið um þann mikla árangur sem náðst hefur og ala með því á óánægju og sundrungu. Virðulegi forseti. Við höfum lokið eða komið í farveg meirihluta þeirra mála sem kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Við höfum komið fjölmörgum framfaramálum í framkvæmd og við höfum ekki látið staðar numið á þeirri vegferð eins og ný 216 mála þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing er meðal annars til vitnis um. Grunnur hefur verið lagður að mestu uppstokkun í stjórnkerfi og stjórnsýslu hins opinbera á lýðveldistímanum. Við vinnum nú af fullum krafti að sameiningum ráðuneyta í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti. Áfram verður unnið að stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Við höfum innleitt ný og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar og á vettvangi ríkisstjórnar. Við höfum komið á föstum ráðherranefndum og bætt formfestu nefndar um fjármálastöðugleika. Við höfum komið á stjórnsýsluskóla, lagaumgjörð um siðareglur fyrir ráðherra og ríkisstarfsmenn, og samþykkt nýjar reglur um undirbúning lagasetningar, svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum stóraukið og bætt samstarf við sveitarfélögin og munum í framhaldinu flytja málefni fatlaðra og aldraðra frá ríki til sveitarfélaga og bæta þannig velferðarþjónustu við almenning. Við lögðum grunn að stöðugleika á vinnumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og leggjum mikla áherslu á að gott samstarf verði milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Við höfum stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina, vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi og nýja jafnréttisáætlun. Virðulegi forseti. Á komandi vetri verða fjölmörg umbótamál leidd til lykta, nái áætlanir ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Umbótamál grundvölluð á viðamikilli samstarfsyfirlýsingu flokkanna, skýrri efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, umbótatillögum þingmannanefndar Alþingis og yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna um helstu verkefni. Við munum meta hvort endurvekja eigi Þjóðhagsstofnun í einhverri mynd. Við munum halda áfram að verja íslenskt umhverfi og náttúru og þau ómetanlegu gæði sem í henni felast, meðal annars með endurskoðun náttúruverndarlaga og afgreiðslu rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Við munum innleiða nýskipan í vatns-, orku- og auðlindamálum og tryggja að arðurinn af auðlindum þjóðarinnar renni til hennar sjálfrar. Við munum móta nýja lagaumgjörð um sjávarútveginn, sem tryggir varanlegt eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar og eðlilegt afgjald til þjóðarinnar fyrir nýtingarrétt auðlindarinnar. Við munum áfram vinna að framgangi áætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og heimaþjónustu fyrir aldraða um allt land. Við munum ljúka endurskoðun almannatryggingakerfisins, vinna áætlun í mannréttindamálum og fylgja eftir áætlun um úrbætur í málefnum barna og ungmenna. Framundan er þjóðfundur 6. nóvember næstkomandi og stjórnlagaþing sem afar mikilvægt er að takist vel. Þar þurfa að koma fram vandaðar og vel ígrundaðar tillögur sem taka til allra þátta ríkisvaldsins. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta til að hugleiða framboð á stjórnlagaþingið en framboðsfrestur rennur út 18. október næstkomandi. Góðir landsmenn. Skuldaaðlögun er eitt meginverkefni þessarar ríkisstjórnar. Hér á hið sama við um fólk og fyrirtæki, að þungar skuldir eru að sliga marga og miklar skuldir ríkissjóðs takmarka getu hans til þess að bregðast við erfiðum aðstæðum fólks. Það hefur verið sárasti og jafnframt erfiðasti hluti af starfi mínu sem forsætisráðherra að horfa á aðstæður þeirra fjölskyldna sem búa við atvinnumissi og gríðarlegan skuldavanda. Ég vil fullvissa fólk um að ríkisstjórn mín hefur lagt sig alla fram um að mæta vanda þessa fólks og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram. Fyrirliggjandi greiningar sýna að það eru fyrst og fremst lágtekjuheimilin sem eru að sligast undan skuldum. Um 80% heimila með ráðstöfunartekjur undir 150 þúsund krónum eru í miklum vanda. Stór hluti af þessum vanda stafar af gengistryggðum lánum, en áætlað er að nýfallinn gengisdómur muni lækka skuldir heimilanna um 43 milljarða króna og fækka heimilum í skuldavanda um fimm þúsund. Talið er að 60-80 þúsund manns hafa notið margvíslegra úrræða og við höfum gjörbreytt réttarstöðu skuldara til hins betra frá því sem var fyrir hrun. Fólk sem ekki ræður við skuldir sínar á að geta fengið þær lagaðar að greiðslugetu og verðmæti eigna. Allt frá febrúar 2009 hafa ríkisstjórnin og Alþingi staðið fyrir frestunum á nauðungarsölum. Þann tíma átti að nýta til þess að gefa fólki svigrúm til þess að vinna úr sínum málum. Við munum áfram tryggja fólki þann rétt að geta fengið frest á nauðungarsölu, á meðan að unnið er að úrlausn mála viðkomandi einstaklinga hjá lánastofnunum. Mörg heimili hafa nú þegar fengið skjól eða úrlausn sinna mála með greiðsluaðlögun. Allar fjölskyldur í vanda eiga að leita til umboðsmanns skuldara. Umsókn um greiðsluaðlögun kemur fjölskyldum í skjól. Við munum tryggja umboðsmanni skuldara fjármuni til að vinna hratt í þeim málum sem til úrlausnar eru. Við þurfum líka að treysta á að dómskerfið vinni með okkur í þessu verkefni og tryggi að greiðsluaðlögunarúrræðið nýtist eins og að var stefnt. Ég verð að segja í hreinskilni að hinir nýju bankar hafa valdið mér vonbrigðum þegar kemur að skuldaaðlögun fólks og fyrirtækja. Samið var við fjármálastofnanir um að þær kæmu til móts við viðskiptavini sína með sértækri skuldaaðlögun á grundvelli laga. Nú liggur fyrir fagleg úttekt á frammistöðu bankanna í þessum efnum í skýrslu eftirlitsnefndar með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar. Þar kemur fram að bankarnir hafa gert fáa samninga um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga, eða alls 128 til ágústloka og 51 fyrirtæki hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á þessum grunni. Bankarnir hafa dregið lappirnar þegar kemur að því að leysa úr stöðu einstaklinga sem eru að komast í þrot. Við þetta verður einfaldlega ekki unað og stjórnvöld hljóta að fara fram á skýringar og úrbætur. Það gengur ekki að eigur fólks séu settar á uppboð fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Í einhverjum tilvikum er sú leið hinsvegar óhjákvæmileg og þá verðum við að geta treyst á leigumarkaðinn og félagslegar húsnæðislausnir. Nú er að koma í ljós að einkavæðing félagslega íbúðakerfisins árið 2000 er að koma í bakið á okkur. Venjulegt launafólk ræður ekki lengur við afborganir af hóflegu húsnæði og við verðum að renna stoðum undir félagslegt eignakerfi og kaupleigukerfi. Við verðum líka að byggja hér upp heilbrigðan og fjölbreyttan leigumarkað eins og þekkist í nágrannalöndum okkar og öflugt búseturéttarkerfi þannig að allir eigi aðgang að öruggu húsnæði, hvort sem þeir kjósa að eiga, kaupa búseturétt eða leigja. Við höfum þegar lagt grunn að kaupleigukerfi hjá Íbúðalánasjóði og við þurfum að efla enn frekar félagslegar húsnæðislausnir. Ríkisstjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að fimm ráðherrar færu nú yfir húsnæðismálin og skuldamál einstaklinga og vinni að frekari úrvinnslu. Þetta mál verður forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar og til þeirra verka mun ég kalla fulltrúa allra flokka á Alþingi. Virðulegi forseti. Nú er lokið þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Aðgangur fæst þar með að umsamdri lánafyrirgreiðslu og leiðir endurskoðunin væntanlega til þess að skuldaálag ríkissjóðs lækkar og betra aðgengi fæst að erlendum lánamörkuðum. Með þessum góða árangri erum við að leggja grunn að afnámi gjaldeyrishafta og auknum erlendum fjárfestingum hér á landi. Icesave málið er því miður þröskuldur í þeim efnum. Það er og verður sameiginlegt verkefni okkar allra að ljúka því máli. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands staðfestir að hagvaxtar er að vænta á árinu 2011, eftir 10% samdrátt árin 2009 og 2010. Hagstofan gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði ríflega 3% á næsta ári og spáir hóflegum hagvexti, 2-3% fram til ársins 2014. Atvinnuleysi mun lækka jafnt og þétt á næstu árum. Hagstofan gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni vaxa á nýjan leik og að verðbólga muni hjaðna á næsta ári. Þrátt fyrir skattabreytingar er álagning á hæstu tekjur nú svipuð og var fyrir áratug síðan og mun lægri en víðast hvar í öðrum löndum. Skattbyrði lágmarkslauna hefur hinsvegar lækkað. Þetta leiðir til þess að kaupmáttur lágmarkslauna eftir skatta er nú um 3% hærri en fyrir tveimur árum. Góðir landsmenn. Unnið er í Evrópumálum í samræmi við áætlun og á grundvelli vegvísis frá Alþingi. Ég vil sérstaklega fagna virkri þátttöku hagsmunaaðila og félagasamtaka en yfir 200 manns úr samtökum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingunnni, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum, eiga beina hlutdeild í umsóknarferlinu. Sömuleiðis hefur náið samráð við Alþingi verið ákveðin kjölfesta í málinu. Ég hvet alla Íslendinga til þess að kynna sér Evrópumálin og viðfangsefni aðildarviðræðnanna með opnum huga og meta áhrif mögulegrar aðildar á sig og sína. Umsóknarferlið verður hér eftir sem hingað til opið og gegnsætt og framundan er virk upplýsingamiðlun og umræða um Evrópumálin. Vissulega eru skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og vera ber í lýðræðisríki. Nýleg skoðanakönnun staðfestir hinsvegar að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðildarviðræðum þannig að fyrir liggi skýrir kostir sem sérhver kjörgengur maður getur síðan tekið afstöðu til. Þann rétt má ekki taka af þjóðinni. Góðir landsmenn. Þótt stærsta einstaka átakið í atvinnumálum sé að koma hér á hagstæðum skilyrðum fyrir atvinnulífið með lægri vöxtum, afnámi gjaldeyrishafta og eðlilegu aðgengi að fjármagni til uppbyggingar hefur ríkisstjórnin jafnframt beitt sér fyrir margvíslegum sértækum aðgerðum til að örva atvinnulífið og berjast gegn atvinnuleysi. Atvinnumálin eru og verða eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar. Alþingi hefur nú heimilað stofnun félaga í eigu ríkisins um ákveðnar stórframkvæmdir og standa yfir viðræður við fulltrúa lífeyrissjóða um fjármögnun. Þátttaka lífeyrissjóðanna gerir samgönguyfirvöldum kleift að ráðast fyrr í umfangsmiklar framkvæmdir en auk þess er unnið að framkvæmdum við byggingu nýs háskólasjúkrahúss, nýs fangelsis og nýrra samgöngumiðstöðva í Reykjavík og á Akureyri. Nú hefur verið tilkynnt um ríflega 57 milljarða króna fjárfestingu álversins í Straumsvík og samninga þess um kaup á raforku af Landsvirkjun sem skapar samtals 620 ársverk. Þetta er stærsta einstaka fjárfestingin í kjölfar falls fjármálakerfisins og sýnir aukið traust fjárfesta. Landsvirkjun er að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun sem nemur rúmlega 22 milljörðum króna. Gerðir hafa verið fjárfestingasamningar vegna uppbyggingar álvers í Helguvík, gagnavers á Ásbrú í Reykjanesbæ og aflþynnuverksmiðju Becromal við Eyjafjörð. Vöxtur í þekkingar- og hugverkaiðnaðinum hefur verið okkur hugleikinn. Nýsamþykktir hvatar til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og til rannsókna og þróunar eru til marks um það. Samþykkt var að verja 700 milljónum króna til markaðsátaks í kjölfar náttúruhamfara í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu og virkja um leið þjóðina til þátttöku. Árangurinn lét ekki á sér standa og nú hefur verið ákveðið að lengja átakið fram til áramóta. Nú er unnið að undirbúningi framkvæmdasjóðs Ferðaþjónustunnar. Sjóðurinn mun hafa bolmagn til að styðja myndarlega við uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Með honum stígum við risaskref í þágu náttúruverndar, bætts aðgengis, öryggis ferðamanna og hagsmuna ferðaþjónustunnar. Átakið Allir vinna, hefur einnig skilað mikilsverðum árangri í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þá er vinna við Sóknaráætlunina 2020 á lokastigi. Þar birtist framtíðarsýn í atvinnumálum og uppbyggingu með áherslu á samkeppnishæfni landsins alls. Góðir landsmenn. Ég hef nú í stuttu máli gert grein fyrir verkefnum og áætlunum ríkisstjórnarinnar. Það sér hver maður að stór skref hafa þegar verið stigin í framfaraátt og mörgum hindrunum sem hrunið olli hefur verið rutt úr vegi. Margir hafa lagt hönd á plóg á undanförnum misserum til þess að skapa þann árangur sem náðst hefur og fyrir það vil ég þakka. Mín framtíðarsýn byggir á því að á Íslandi þrífist öflugt samfélag sem byggi á þremur stoðum; velferð, þekkingu og sjálfbærni. Slíku samfélagi eru allir vegir færir. Góðar stundir.“ Landsdómur Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Hún birtist hér í heild sinni. „Góðir landsmenn. Alþingi og ríkisstjórnin hafa hlotið mikla og vaxandi gagnrýni í kjölfar bankahrunsins. Að mörgu leyti hefur Alþingi og við sem þingmenn og ráðherrar gengið í gegnum prófraun, prófraun sem enn stendur yfir. Aukin harka innan þings og átök á milli þings og ríkisstjórnar er vandamál sem brýnt er að finna lausn á. Ég vil undirstrika að okkur ber að líta á löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið sem samherja. Gagnkvæm virðing á að einkenna samskipti þessara aðila og þeir eiga hvorki að eiga í samkeppni né heyja baráttu, heldur vinna sameiginlega að hagsmunum þjóðarinnar. Að ýmsu leyti hefur okkur mistekist þetta bæði á vettvangi ríkisstjórnar og hér í þinginu. Af því þurfum við að læra og feta okkur áfram inn á nýjar brautir. En við eigum einnig, og ekki síður, að horfa til þess sem vel er gert og draga af því lærdóm. Sem betur fer eru slík dæmi mun fleiri og við getum verið stolt af fjölmörgum verkum okkar á vettvangi þings og ríkisstjórnar á undanförnum misserum. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna þá miklu vinnu sem farið hefur fram á vettvangi þingsins við rannsókn á hruni fjármálakerfisins. Vönduð og ítarleg skýrsla rannsóknarnefndarinnar um orsakir hrunsins og sú þverpólitíska sátt sem náðist í þingmannanefndinni og hér á Alþingi um niðurstöðu skýrslunnar er í mínum huga afrek. Þarna sýndi Alþingi Íslendinga sínar bestu hliðar. Í ferlinu varðandi ákærurnar tókst okkur því miður ekki eins vel að vinna úr málum og af því þurfum við að læra. Ég ætla mér ekki að kveða hér upp dóm um hvað fór úrskeiðis eða hvað þurfi að laga og ekki dreg ég í efa að öll höfum við unnið samkvæmt bestu samvisku og sannfæringu. En sú staðreynd blasir nú við að ósætti og óánægja ríkir vegna málsins, jafnt hér á þingi sem í samfélaginu. Við verðum að slíðra sverðin. Við höfum um það val að gera illt verra, grafa okkur niður í skotgrafir og láta reiðina stjórna för eða vinna okkur sameiginlega út úr vandanum. Ég lýsi mig reiðubúna til samstarfs við alla stjórnmálaflokka, bæði um löngu tímabæra endurskoðun á lögum um landsdóm og lögum um ráðherraábyrgð og aðra þá þætti, sem gætu grætt þau sár sem átök undanfarinna vikna hafa skilið eftir. Það hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá mér að ýmsir þingmenn kalla nú eftir kosningum. Muni nýtt þing, ný ríkisstjórn og tafarlausar kosningar auðvelda úrlausn þeirra viðamiklu verkefna sem framundan eru, þá mun ekki standa á mér að víkja til hliðar. Ég og ríkisstjórn mín munum hins vegar ekki skorast undan því að ljúka þeim verkefnum sem við blasa, sé það vilji þingsins. Góðir landsmenn. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs tók við stjórnartaumunum eftir eitthvert alvarlegasta efnahagshrun síðari tíma og á undraskömmum tíma höfum við náð tökum á efnahagsvandanum og horfum nú fram á betri tíð. Erlendir sérfræðingar tala jafnvel um kraftaverk í þessu samhengi. Ég vil nefna hér mælanlegan árangur á nokkrum sviðum: Í fyrsta lagi hefur dregið úr atvinnuleysi, það var 7,3% í ágústmánuði, samanborið við 9% í upphafi árs. Við eigum ekki að sætta okkur við atvinnuleysi hér á landi og mikilvægt er að störfum er nú tekið að fjölga á ný. Fjölgun starfa nemur um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til sama tíma í ár. Í öðru lagi hefur gengi krónunnar styrkst um 13% á undaförnum 12 mánuðum. Í þriðja lagi bendi ég á að stýrivextir hafa lækkað um tæp 12% prósentustig, úr 18% í 6,25%. Í kjölfarið hafa vextir banka og fjármálastofnana lækkað. Í fjórða lagi hefur verðbólgan ekki verið lægri í þrjú ár og mælist nú einungis 3,7% á ársgrundvelli. Undanfarna þrjá mánuði hefur verðlag raunar lækkað hér á landi. Í fimmta lagi hefur kaupmáttur launa vaxið lítillega á undanförnum þremur til fjórum mánuðum. Í sjötta lagi hefur verið góður afgangur á viðskiptum við útlönd. Viðsnúningur í erlendum viðskiptum er ævintýri líkastur. Árið 2008 var halli sem nam 22% af landsframleiðslu en árið 2010 er reiknað með afgangi. Í sjöunda lagi hefur skuldatryggingarálag á skuldbindingar ríkissjóðs hægt og bítandi verið að lækka, var talsvert yfir 600 punktum en er nú komið niður undir 300 punkta. Það sýnir með ótvíræðum hætti jákvætt mat fjármálaheimsins á árangri ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Í áttunda lagi hafa orðið umskipti í afkomu ríkissjóðs. Á fjórum árum mun halli ríkissjóðs fara úr 216 milljörðum króna árið 2008 í 36,4 milljarða árið 2011. Þau atriði sem ég hef nú rakið sýna svo ekki verður um villst að á grundvelli skýrrar efnahagsáætlunar höfum við náð markverðum árangri, árangri sem hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi og mun bæta lífskjör Íslendinga og vekja traust á Íslandi á ný. Í ljósi þessa er umhugsunarvert hve fjölmiðlar hér á landi draga upp dökka mynd af ástandinu en fjalla lítið um þann mikla árangur sem náðst hefur og ala með því á óánægju og sundrungu. Virðulegi forseti. Við höfum lokið eða komið í farveg meirihluta þeirra mála sem kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Við höfum komið fjölmörgum framfaramálum í framkvæmd og við höfum ekki látið staðar numið á þeirri vegferð eins og ný 216 mála þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing er meðal annars til vitnis um. Grunnur hefur verið lagður að mestu uppstokkun í stjórnkerfi og stjórnsýslu hins opinbera á lýðveldistímanum. Við vinnum nú af fullum krafti að sameiningum ráðuneyta í samræmi við lög sem Alþingi samþykkti. Áfram verður unnið að stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Við höfum innleitt ný og bætt vinnubrögð innan stjórnsýslunnar og á vettvangi ríkisstjórnar. Við höfum komið á föstum ráðherranefndum og bætt formfestu nefndar um fjármálastöðugleika. Við höfum komið á stjórnsýsluskóla, lagaumgjörð um siðareglur fyrir ráðherra og ríkisstarfsmenn, og samþykkt nýjar reglur um undirbúning lagasetningar, svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum stóraukið og bætt samstarf við sveitarfélögin og munum í framhaldinu flytja málefni fatlaðra og aldraðra frá ríki til sveitarfélaga og bæta þannig velferðarþjónustu við almenning. Við lögðum grunn að stöðugleika á vinnumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og leggjum mikla áherslu á að gott samstarf verði milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Við höfum stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina, vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi og nýja jafnréttisáætlun. Virðulegi forseti. Á komandi vetri verða fjölmörg umbótamál leidd til lykta, nái áætlanir ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Umbótamál grundvölluð á viðamikilli samstarfsyfirlýsingu flokkanna, skýrri efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, umbótatillögum þingmannanefndar Alþingis og yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna um helstu verkefni. Við munum meta hvort endurvekja eigi Þjóðhagsstofnun í einhverri mynd. Við munum halda áfram að verja íslenskt umhverfi og náttúru og þau ómetanlegu gæði sem í henni felast, meðal annars með endurskoðun náttúruverndarlaga og afgreiðslu rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Við munum innleiða nýskipan í vatns-, orku- og auðlindamálum og tryggja að arðurinn af auðlindum þjóðarinnar renni til hennar sjálfrar. Við munum móta nýja lagaumgjörð um sjávarútveginn, sem tryggir varanlegt eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar og eðlilegt afgjald til þjóðarinnar fyrir nýtingarrétt auðlindarinnar. Við munum áfram vinna að framgangi áætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og heimaþjónustu fyrir aldraða um allt land. Við munum ljúka endurskoðun almannatryggingakerfisins, vinna áætlun í mannréttindamálum og fylgja eftir áætlun um úrbætur í málefnum barna og ungmenna. Framundan er þjóðfundur 6. nóvember næstkomandi og stjórnlagaþing sem afar mikilvægt er að takist vel. Þar þurfa að koma fram vandaðar og vel ígrundaðar tillögur sem taka til allra þátta ríkisvaldsins. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta til að hugleiða framboð á stjórnlagaþingið en framboðsfrestur rennur út 18. október næstkomandi. Góðir landsmenn. Skuldaaðlögun er eitt meginverkefni þessarar ríkisstjórnar. Hér á hið sama við um fólk og fyrirtæki, að þungar skuldir eru að sliga marga og miklar skuldir ríkissjóðs takmarka getu hans til þess að bregðast við erfiðum aðstæðum fólks. Það hefur verið sárasti og jafnframt erfiðasti hluti af starfi mínu sem forsætisráðherra að horfa á aðstæður þeirra fjölskyldna sem búa við atvinnumissi og gríðarlegan skuldavanda. Ég vil fullvissa fólk um að ríkisstjórn mín hefur lagt sig alla fram um að mæta vanda þessa fólks og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram. Fyrirliggjandi greiningar sýna að það eru fyrst og fremst lágtekjuheimilin sem eru að sligast undan skuldum. Um 80% heimila með ráðstöfunartekjur undir 150 þúsund krónum eru í miklum vanda. Stór hluti af þessum vanda stafar af gengistryggðum lánum, en áætlað er að nýfallinn gengisdómur muni lækka skuldir heimilanna um 43 milljarða króna og fækka heimilum í skuldavanda um fimm þúsund. Talið er að 60-80 þúsund manns hafa notið margvíslegra úrræða og við höfum gjörbreytt réttarstöðu skuldara til hins betra frá því sem var fyrir hrun. Fólk sem ekki ræður við skuldir sínar á að geta fengið þær lagaðar að greiðslugetu og verðmæti eigna. Allt frá febrúar 2009 hafa ríkisstjórnin og Alþingi staðið fyrir frestunum á nauðungarsölum. Þann tíma átti að nýta til þess að gefa fólki svigrúm til þess að vinna úr sínum málum. Við munum áfram tryggja fólki þann rétt að geta fengið frest á nauðungarsölu, á meðan að unnið er að úrlausn mála viðkomandi einstaklinga hjá lánastofnunum. Mörg heimili hafa nú þegar fengið skjól eða úrlausn sinna mála með greiðsluaðlögun. Allar fjölskyldur í vanda eiga að leita til umboðsmanns skuldara. Umsókn um greiðsluaðlögun kemur fjölskyldum í skjól. Við munum tryggja umboðsmanni skuldara fjármuni til að vinna hratt í þeim málum sem til úrlausnar eru. Við þurfum líka að treysta á að dómskerfið vinni með okkur í þessu verkefni og tryggi að greiðsluaðlögunarúrræðið nýtist eins og að var stefnt. Ég verð að segja í hreinskilni að hinir nýju bankar hafa valdið mér vonbrigðum þegar kemur að skuldaaðlögun fólks og fyrirtækja. Samið var við fjármálastofnanir um að þær kæmu til móts við viðskiptavini sína með sértækri skuldaaðlögun á grundvelli laga. Nú liggur fyrir fagleg úttekt á frammistöðu bankanna í þessum efnum í skýrslu eftirlitsnefndar með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar. Þar kemur fram að bankarnir hafa gert fáa samninga um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga, eða alls 128 til ágústloka og 51 fyrirtæki hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á þessum grunni. Bankarnir hafa dregið lappirnar þegar kemur að því að leysa úr stöðu einstaklinga sem eru að komast í þrot. Við þetta verður einfaldlega ekki unað og stjórnvöld hljóta að fara fram á skýringar og úrbætur. Það gengur ekki að eigur fólks séu settar á uppboð fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Í einhverjum tilvikum er sú leið hinsvegar óhjákvæmileg og þá verðum við að geta treyst á leigumarkaðinn og félagslegar húsnæðislausnir. Nú er að koma í ljós að einkavæðing félagslega íbúðakerfisins árið 2000 er að koma í bakið á okkur. Venjulegt launafólk ræður ekki lengur við afborganir af hóflegu húsnæði og við verðum að renna stoðum undir félagslegt eignakerfi og kaupleigukerfi. Við verðum líka að byggja hér upp heilbrigðan og fjölbreyttan leigumarkað eins og þekkist í nágrannalöndum okkar og öflugt búseturéttarkerfi þannig að allir eigi aðgang að öruggu húsnæði, hvort sem þeir kjósa að eiga, kaupa búseturétt eða leigja. Við höfum þegar lagt grunn að kaupleigukerfi hjá Íbúðalánasjóði og við þurfum að efla enn frekar félagslegar húsnæðislausnir. Ríkisstjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að fimm ráðherrar færu nú yfir húsnæðismálin og skuldamál einstaklinga og vinni að frekari úrvinnslu. Þetta mál verður forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar og til þeirra verka mun ég kalla fulltrúa allra flokka á Alþingi. Virðulegi forseti. Nú er lokið þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Aðgangur fæst þar með að umsamdri lánafyrirgreiðslu og leiðir endurskoðunin væntanlega til þess að skuldaálag ríkissjóðs lækkar og betra aðgengi fæst að erlendum lánamörkuðum. Með þessum góða árangri erum við að leggja grunn að afnámi gjaldeyrishafta og auknum erlendum fjárfestingum hér á landi. Icesave málið er því miður þröskuldur í þeim efnum. Það er og verður sameiginlegt verkefni okkar allra að ljúka því máli. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands staðfestir að hagvaxtar er að vænta á árinu 2011, eftir 10% samdrátt árin 2009 og 2010. Hagstofan gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði ríflega 3% á næsta ári og spáir hóflegum hagvexti, 2-3% fram til ársins 2014. Atvinnuleysi mun lækka jafnt og þétt á næstu árum. Hagstofan gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni vaxa á nýjan leik og að verðbólga muni hjaðna á næsta ári. Þrátt fyrir skattabreytingar er álagning á hæstu tekjur nú svipuð og var fyrir áratug síðan og mun lægri en víðast hvar í öðrum löndum. Skattbyrði lágmarkslauna hefur hinsvegar lækkað. Þetta leiðir til þess að kaupmáttur lágmarkslauna eftir skatta er nú um 3% hærri en fyrir tveimur árum. Góðir landsmenn. Unnið er í Evrópumálum í samræmi við áætlun og á grundvelli vegvísis frá Alþingi. Ég vil sérstaklega fagna virkri þátttöku hagsmunaaðila og félagasamtaka en yfir 200 manns úr samtökum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingunnni, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum, eiga beina hlutdeild í umsóknarferlinu. Sömuleiðis hefur náið samráð við Alþingi verið ákveðin kjölfesta í málinu. Ég hvet alla Íslendinga til þess að kynna sér Evrópumálin og viðfangsefni aðildarviðræðnanna með opnum huga og meta áhrif mögulegrar aðildar á sig og sína. Umsóknarferlið verður hér eftir sem hingað til opið og gegnsætt og framundan er virk upplýsingamiðlun og umræða um Evrópumálin. Vissulega eru skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og vera ber í lýðræðisríki. Nýleg skoðanakönnun staðfestir hinsvegar að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðildarviðræðum þannig að fyrir liggi skýrir kostir sem sérhver kjörgengur maður getur síðan tekið afstöðu til. Þann rétt má ekki taka af þjóðinni. Góðir landsmenn. Þótt stærsta einstaka átakið í atvinnumálum sé að koma hér á hagstæðum skilyrðum fyrir atvinnulífið með lægri vöxtum, afnámi gjaldeyrishafta og eðlilegu aðgengi að fjármagni til uppbyggingar hefur ríkisstjórnin jafnframt beitt sér fyrir margvíslegum sértækum aðgerðum til að örva atvinnulífið og berjast gegn atvinnuleysi. Atvinnumálin eru og verða eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar. Alþingi hefur nú heimilað stofnun félaga í eigu ríkisins um ákveðnar stórframkvæmdir og standa yfir viðræður við fulltrúa lífeyrissjóða um fjármögnun. Þátttaka lífeyrissjóðanna gerir samgönguyfirvöldum kleift að ráðast fyrr í umfangsmiklar framkvæmdir en auk þess er unnið að framkvæmdum við byggingu nýs háskólasjúkrahúss, nýs fangelsis og nýrra samgöngumiðstöðva í Reykjavík og á Akureyri. Nú hefur verið tilkynnt um ríflega 57 milljarða króna fjárfestingu álversins í Straumsvík og samninga þess um kaup á raforku af Landsvirkjun sem skapar samtals 620 ársverk. Þetta er stærsta einstaka fjárfestingin í kjölfar falls fjármálakerfisins og sýnir aukið traust fjárfesta. Landsvirkjun er að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun sem nemur rúmlega 22 milljörðum króna. Gerðir hafa verið fjárfestingasamningar vegna uppbyggingar álvers í Helguvík, gagnavers á Ásbrú í Reykjanesbæ og aflþynnuverksmiðju Becromal við Eyjafjörð. Vöxtur í þekkingar- og hugverkaiðnaðinum hefur verið okkur hugleikinn. Nýsamþykktir hvatar til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og til rannsókna og þróunar eru til marks um það. Samþykkt var að verja 700 milljónum króna til markaðsátaks í kjölfar náttúruhamfara í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu og virkja um leið þjóðina til þátttöku. Árangurinn lét ekki á sér standa og nú hefur verið ákveðið að lengja átakið fram til áramóta. Nú er unnið að undirbúningi framkvæmdasjóðs Ferðaþjónustunnar. Sjóðurinn mun hafa bolmagn til að styðja myndarlega við uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Með honum stígum við risaskref í þágu náttúruverndar, bætts aðgengis, öryggis ferðamanna og hagsmuna ferðaþjónustunnar. Átakið Allir vinna, hefur einnig skilað mikilsverðum árangri í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þá er vinna við Sóknaráætlunina 2020 á lokastigi. Þar birtist framtíðarsýn í atvinnumálum og uppbyggingu með áherslu á samkeppnishæfni landsins alls. Góðir landsmenn. Ég hef nú í stuttu máli gert grein fyrir verkefnum og áætlunum ríkisstjórnarinnar. Það sér hver maður að stór skref hafa þegar verið stigin í framfaraátt og mörgum hindrunum sem hrunið olli hefur verið rutt úr vegi. Margir hafa lagt hönd á plóg á undanförnum misserum til þess að skapa þann árangur sem náðst hefur og fyrir það vil ég þakka. Mín framtíðarsýn byggir á því að á Íslandi þrífist öflugt samfélag sem byggi á þremur stoðum; velferð, þekkingu og sjálfbærni. Slíku samfélagi eru allir vegir færir. Góðar stundir.“
Landsdómur Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira