Rannsaka þarf sparisjóðina 24. apríl 2010 08:15 Ákvörðun um hvort fram fari sérstök rannsókn á falli hruni sparisjóða, sem ekki var fjallað um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, er á hendi þingmannanefndar sem fjallar um skýrsluna. Fréttablaðið/GVA Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira