Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 18:45 Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.Við nálgumst hér gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi úr suðri og þetta eru fyrstur myndir sem teknar eru af jarðeldinum úr þyrlu, en það var fyrst í dag sem veður leyfði þyrluflug svo nærri gígunum. Það er Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, sem flýgur þyrlunni en kvikmyndatökurmaður um borð er Jón Þór Víglundsson.Sprungan virðist hafa styst frá upphafi gossins, nú sjást fjórir til fimm gosstrókar en fyrstu dagana voru þeir tíu til tólf talsins. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur var meðal jarðvísindamanna frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands sem skoðuðu gosstöðvarnar í dag. Haraldur segir gosið stöðugt og að ekkert hafi dregið úr því. Sprungan sé að þrengjast, færri gígar en stærri, og hraunrennslið sé það sama.Gígarnir spúðu ösku og glóandi kviku í yfir eitthundrað metra hæð. "Þetta er það besta sem maður kemst í," segir Haraldur. Hann segir mikið gasstreymi úr gígunum. "Það er eins og risastórar þotuvélar sem þeyta upp kvikunni mjög hátt upp, 100 metra hæð," segir hann.Mynd/Anton BrinkMeginhrauntungan liggur til austur og norðaustur frá gígunum og sjá má stikurnar sem merkja gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls en hraunið er nú komið yfir gönguleiðina á um eins kílómetra breiðu belti. En nú skulum sjá stórkostlegt fyrirbæri en þvílíkt og annað eins hafa núlifandi menn aldrei orðið vitni að áður í gosssögu Íslands, hvað þá að náðst hafi að kvikmynda svo mikilfenglegan atburð. Glóandi hrauneðjan hefur hér myndað magnaðan hraunfoss sem steypist ofan í hið hrikalega Hrunagil skammt frá Heljarkambi.Haraldur segir að þetta sé einn hæsti foss á Íslandi, hann sé ekki vatnsfoss heldur hraunfoss, og sennilega hátt í 200 metra hár. Haraldur, sem í áratugi hefur skoðað tugi eldgosa víða um heim, kveðst aldrei hafa séð svo háan hraunfoss. Hann hafi séð hraunfossa á Hawaii en þeir hæstu voru 10-20 metra háir. Þessi íslenski hraunfoss sé alveg stórkostlegur.Vísindamennirnir náðu í leiðangri sínum að taka sýni og meta eðli kvikunnar. Hún er talin milli 1150 og 1200 stiga heit. Efnagreining sýnir að hún sé svipuð þeirri úr Vestmannaeyjum, þó ekki Heimaeyjargosinu heldur Surtseyjargosinu, að sögn Haraldar.Hann spáir því að gosið standi í einhverjar vikur eða mánuði.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira