Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 12:00 Hulda Þorsteinsdóttir er fyrst til að keppa ídag. Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi. Innlendar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi.
Innlendar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira