Nauðganir og ofbeldi á jólum 29. desember 2010 05:30 Skotárás Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. mynd/stöð 2 Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönnum sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Rannsókn er enn í fullum gangi og yfirheyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldismálin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkniefnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnaðir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahátíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“