Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis 8. október 2010 05:30 Thomas Dovydaitis Eftirlýstur vegna líkamsárásar og ráns Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman. VSK-málið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman.
VSK-málið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira