Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hádegisbil í gær.
Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 90 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.
Á sama stað var einnig lagt hald á tæplega 3 kíló af kannabisefnum sem voru í þurrkun.
Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.