Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu 1. júlí 2010 13:47 Jenson Button og Lewis Hamilton hafa ástæðu til að fagna góðum árangri á þessu ári. e Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira