Hönnuðurnir Eygló Margrét Lárusdóttir og Hlín Reykdal sem reka og eiga hönnunarverslunina Kiosk á Laugavegi 33 ásamt sjö öðrum hönnuðum kynntu vörur sem þær framleiða og flytja inn á Bleika kvöldinu sem haldið var á vegum Krabbameinsfélagsins á föstudaginn var í Háskólanum í Reykjavík.
„Við erum níu útskrifaðir hönnuðir sem seljum alls konar vöru. Við splittum bara leigunni og stöndum vaktina," sögðu þær meðal annars eins og sjá má í myndskeiðinu.