Fimm prósent Íslendinga þjást af heilsukvíða 4. desember 2010 08:00 Sóley Dröfn Davíðsdóttir. Áætlað er að fimm prósent fólks þjáist af heilsukvíða. Vandamálið einkennist af þrálátum kvíða og áhyggjum yfir því að vera haldinn sjúkdómi. Enginn munur er milli kynjanna. Stuðst er við atferlismeðferð og lyfjagjöf í meðferð. Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." [email protected] Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Áætlað er að um fimm prósent Íslendinga þjáist af heilsukvíða. Ástandið einkennist af óhóflegum og hamlandi kvíða þar sem fólk óttast að vera haldið alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að niðurstöður læknisfræðilegra skoðana sýni fram á annað. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, og Ólafur Árni Sveinsson, taugalæknir hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, skrifuðu grein sem birtist í Læknablaðinu í gær, sem ber heitið Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar, þar sem fjallað var um helstu einkenni vandans og ný meðferðarúrræði. Sóley Dröfn segir að heilsukvíði sé algengari en margir halda. Utan við þessi fimm prósent sem eru áætluð að eigi við þetta vandamál að stríða sé mikill fjöldi fólks sem óttast á einhverjum tímapunkti að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að lítil rök liggi fyrir því. „Þetta hefst oftast snemma á fullorðinsárunum, þegar fólk er undir andlegu álagi," segir Sóley Dröfn. „Hugsanlega hefur náinn ættingi orðið alvarlega veikur eða látist úr sjúkdómi og með því myndast sú hugmynd hjá viðkomandi einstaklingi að hann sjálfur eigi á hættu að veikjast." Tíðni heilsukvíða er jöfn meðal karla og kvenna, en almenn kvíðaröskun og fælni sé mun algengari meðal kvenna heldur en karla. Áður fyrr var sjúkdómurinn kallaður ímyndunarveiki. Sóley Dröfn segir að það sé rangnefni vegna þess að hugtakið „ímyndun" gefur í skyn að einkenni fólks séu ekki raunveruleg. „Líkaminn er sjaldnast einkennalaus," segir Sóley. „Þeir sem þjást af heilsukvíða eru ekki að gera sér upp einkenni, heldur eru þau rangtúlkuð í hugum fólks sem telur að þau stafi af alvarlegum sjúkdómi." Sóley Dröfn segir mikilvægt að komast að rótum vandans og átta sig á því hvað það er sem fólk óttast. Hvort sem það sé dauðinn, veikindaferlið, einangrun, að skilja börnin eftir eða í raun hvað sem er. „Þetta þótti áður illviðráðanlegur vandi. En hugræn atferlismeðferð og ákveðin lyfjameðferð geta hvort um sig skilað miklum árangri." [email protected]
Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“