Engin paradísarheimt undir Helgafelli 20. ágúst 2010 05:00 Velkomin! Gestir eru boðnir velkomnir í Helgafellslandið þegar ekið er upp tengibrautina úr Álafosskvosinni.Fréttablaðið/GVA Gert var ráð fyrir stórri íbúðabyggð í frjósömu landbúnaðarlandi ofan við Álafosskvosina fyrir fjórum árum. Nú er þar búið í þremur nýjum húsum og einni blokk. Köngulóarvefir hanga í nokkrum auðum húsum. Slysahætta fyrir börn, segja íbúar sem aka fram hjá grunnum húsa á hverjum degi. Fyrirtækið sem sá um skipulag og sölu lóða á svæðinu á nú í viðræðum við lánardrottin. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara um hverfið. Það er kyrrð og ró yfir Helgafellslandinu í Mosfellsbæ enda umferð nær engin. Maríuerlur fljúga óáreittar hjá mannlausum húsum í sólinni við götur nefndar eftir bókum og sögupersónum úr skáldverkum Halldórs Laxness. Fyrir tæpum fimm árum undirrituðu bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og hópur landeigenda viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu hverfisins. Þar eru lóðir fyrir 1.020 íbúðaeiningar: 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli auk raðhúsa og annars konar húsa í skjóli vinda undir suðurhlíðum Helgafells. Þar var gert ráð fyrir tveimur leikskólum, grunnskóla og þjónustubyggingum. Í dag eru risin nokkur hús. Íbúar telja búið í þremur húsum auk blokkarinnar í efri byggð. Þar eru 24 íbúðir með fimmtán auðum íbúðum. Nær Álafosskvosinni, við malbikaðar götur, standa nokkur fokheld hús einmana við hlið geysistórra opinna grunna. Köngulóarvefir í ryðguðum krönum benda til að langt er síðan þeir lyftu síðustu kílóunum. Rúður eru brotnar í nokkrum húsanna og dyragættir tómar svo ganga má óhindrað inn í þau. Þetta er spennnandi vettvangur fyrir börn. En hættur eru á hverju strái; glerbrot, naglar og spýtnabrak á víð og dreif og opið milli hæða. Eina sjáanlega þjónustan er leikskóli. Hann virðist fullbúinn með leiktækjum á lóðinni. Á milli leiktækja leynast brotin rör og rafmagnsvírar. Leikskólinn hefur verið mannlaus um skeið og er unnið að niðurrifi hans. Fyrirhugað var að reisa grunnskólann á lóðinni. Óvíst er hvort sú bygging rís á næstu árum. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum bæjaryfirvöld hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, sem skipulögðu svæðið og seldu lóðirnar, að ljúka verkunum. Fyrirtækið hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá,“ segir Jóhanna. Jón Guðni Sandholt, stjórnarformaður Helgafellsbygginga, segir lítið hægt að gera. Viðræður hafi staðið yfir á milli bæjaryfirvalda og Helgafellsbygginga. Sömuleiðis hafi því verið beint til eigenda lóðanna að loka grunnum og byrgja fyrir hættur. „Það er á valdi þeirra sem eiga lóðirnar að gera þetta,“ segir hann en bendir á að nokkrir lóðaeigendur hafi komið illa út úr hruninu og séu ófærir um nokkurn hlut. Nokkrir, svo sem verktakafyrirtækið Pálmatré sem reisti einu blokkina á svæðinu, hafa skilað góðum frágangi, að sögn íbúa. Sala á lóðum í landi Helgafells hófst árið 2006 og var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki á áratug. Jón segir að miðað við ástandið megi reikna með að verklok frestist. „Það gekk vel að selja lóðirnar, sérstaklega fjölbýlishúsalóðir. En þegar allt hrundi hættu lóðir að seljast og síðan þá hefur allt verið í kyrrstöðu. Við munum væntanlega sjá fyrir endann á þessu í fyrsta lagi árið 2020,“ segir hann en reiknar með að breyta þurfi skipulagi á svæðinu. „Árið 2007 byggði enginn neitt undir hundrað fermetra íbúðum. Ég held að því þurfi að breyta, minnka íbúðirnar og húsin líka. Þannig séð var hrunið af hinu góða. Það fékk menn til að slaka á og hætta að reyna að gleypa heiminn.“ Helgafellsbyggingar skulduðu tæpa ellefu milljarða króna í lok árs 2008 samkvæmt ársreikningi. Hluti þess er í erlendri mynt. Jón segir gengishrunið gefa skakka mynd af stöðu mála auk þess sem greitt hafi verið inn á lánin við sölu lóða. Hann telur skuldina nær þremur milljörðum í dag. Viðræður standa nú yfir á milli Landsbankans, sem er eini kröfuhafi félagsins, um greiðslu lánsins. gapandi tóttir Tóm fokheld hús er slysahætta, að sögn þeirra sem búa í Helgafellslandinu.Fréttablaðið/GVA Blóm í veginum Langt virðist síðan bíll ók síðast eftir niðurgröfnum vegi út frá Snæfríðargötu. Fréttablaðið/GVA hættuför í sölkugötu Langt virðist síðan unnið var við raðhúsin í Sölkugötu. Húsin standa öllum opin. Stigaopin eru varasöm. Þarna leika börn sér oft. Fréttablaðið/GVA eina blokkin Búið er í níu íbúðum í einu blokkinni í Helgafellslandinu. Þar eru 24 íbúðir. Opinn blokkargrunnur spillir útsýni íbúa. Þar hefur engin hreyfing verið síðastliðin tvö ár. Fréttablaðið/GVA Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Gert var ráð fyrir stórri íbúðabyggð í frjósömu landbúnaðarlandi ofan við Álafosskvosina fyrir fjórum árum. Nú er þar búið í þremur nýjum húsum og einni blokk. Köngulóarvefir hanga í nokkrum auðum húsum. Slysahætta fyrir börn, segja íbúar sem aka fram hjá grunnum húsa á hverjum degi. Fyrirtækið sem sá um skipulag og sölu lóða á svæðinu á nú í viðræðum við lánardrottin. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara um hverfið. Það er kyrrð og ró yfir Helgafellslandinu í Mosfellsbæ enda umferð nær engin. Maríuerlur fljúga óáreittar hjá mannlausum húsum í sólinni við götur nefndar eftir bókum og sögupersónum úr skáldverkum Halldórs Laxness. Fyrir tæpum fimm árum undirrituðu bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og hópur landeigenda viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu hverfisins. Þar eru lóðir fyrir 1.020 íbúðaeiningar: 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli auk raðhúsa og annars konar húsa í skjóli vinda undir suðurhlíðum Helgafells. Þar var gert ráð fyrir tveimur leikskólum, grunnskóla og þjónustubyggingum. Í dag eru risin nokkur hús. Íbúar telja búið í þremur húsum auk blokkarinnar í efri byggð. Þar eru 24 íbúðir með fimmtán auðum íbúðum. Nær Álafosskvosinni, við malbikaðar götur, standa nokkur fokheld hús einmana við hlið geysistórra opinna grunna. Köngulóarvefir í ryðguðum krönum benda til að langt er síðan þeir lyftu síðustu kílóunum. Rúður eru brotnar í nokkrum húsanna og dyragættir tómar svo ganga má óhindrað inn í þau. Þetta er spennnandi vettvangur fyrir börn. En hættur eru á hverju strái; glerbrot, naglar og spýtnabrak á víð og dreif og opið milli hæða. Eina sjáanlega þjónustan er leikskóli. Hann virðist fullbúinn með leiktækjum á lóðinni. Á milli leiktækja leynast brotin rör og rafmagnsvírar. Leikskólinn hefur verið mannlaus um skeið og er unnið að niðurrifi hans. Fyrirhugað var að reisa grunnskólann á lóðinni. Óvíst er hvort sú bygging rís á næstu árum. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum bæjaryfirvöld hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, sem skipulögðu svæðið og seldu lóðirnar, að ljúka verkunum. Fyrirtækið hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá,“ segir Jóhanna. Jón Guðni Sandholt, stjórnarformaður Helgafellsbygginga, segir lítið hægt að gera. Viðræður hafi staðið yfir á milli bæjaryfirvalda og Helgafellsbygginga. Sömuleiðis hafi því verið beint til eigenda lóðanna að loka grunnum og byrgja fyrir hættur. „Það er á valdi þeirra sem eiga lóðirnar að gera þetta,“ segir hann en bendir á að nokkrir lóðaeigendur hafi komið illa út úr hruninu og séu ófærir um nokkurn hlut. Nokkrir, svo sem verktakafyrirtækið Pálmatré sem reisti einu blokkina á svæðinu, hafa skilað góðum frágangi, að sögn íbúa. Sala á lóðum í landi Helgafells hófst árið 2006 og var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki á áratug. Jón segir að miðað við ástandið megi reikna með að verklok frestist. „Það gekk vel að selja lóðirnar, sérstaklega fjölbýlishúsalóðir. En þegar allt hrundi hættu lóðir að seljast og síðan þá hefur allt verið í kyrrstöðu. Við munum væntanlega sjá fyrir endann á þessu í fyrsta lagi árið 2020,“ segir hann en reiknar með að breyta þurfi skipulagi á svæðinu. „Árið 2007 byggði enginn neitt undir hundrað fermetra íbúðum. Ég held að því þurfi að breyta, minnka íbúðirnar og húsin líka. Þannig séð var hrunið af hinu góða. Það fékk menn til að slaka á og hætta að reyna að gleypa heiminn.“ Helgafellsbyggingar skulduðu tæpa ellefu milljarða króna í lok árs 2008 samkvæmt ársreikningi. Hluti þess er í erlendri mynt. Jón segir gengishrunið gefa skakka mynd af stöðu mála auk þess sem greitt hafi verið inn á lánin við sölu lóða. Hann telur skuldina nær þremur milljörðum í dag. Viðræður standa nú yfir á milli Landsbankans, sem er eini kröfuhafi félagsins, um greiðslu lánsins. gapandi tóttir Tóm fokheld hús er slysahætta, að sögn þeirra sem búa í Helgafellslandinu.Fréttablaðið/GVA Blóm í veginum Langt virðist síðan bíll ók síðast eftir niðurgröfnum vegi út frá Snæfríðargötu. Fréttablaðið/GVA hættuför í sölkugötu Langt virðist síðan unnið var við raðhúsin í Sölkugötu. Húsin standa öllum opin. Stigaopin eru varasöm. Þarna leika börn sér oft. Fréttablaðið/GVA eina blokkin Búið er í níu íbúðum í einu blokkinni í Helgafellslandinu. Þar eru 24 íbúðir. Opinn blokkargrunnur spillir útsýni íbúa. Þar hefur engin hreyfing verið síðastliðin tvö ár. Fréttablaðið/GVA
Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent