Grunur um herpessýkingar í hestum 16. júní 2010 06:00 hestapestin Rannsóknarstyrkur sem ríkisstjórnin samþykkti að veita Keldum og Matvælastofnun til frekari rannsókna á hestapestinni kemur að góðum notum, að sögn yfirdýralæknis.frettabladld/Gva „Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira