Dilana tekur upp með Þorvaldi Bjarna í Los Angeles Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. apríl 2010 09:00 Dilana segist "pottfokkingþétt" vera á leiðinni til landsins. „Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga." Rock Star Supernova Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga."
Rock Star Supernova Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira