Þjóðaratkvæðagreiðslunni verður hugsanlega frestað 26. janúar 2010 06:00 Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Svo kann að fara að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sem fara á fram 6. mars, verði frestað. Þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna telja mikilvægt að þing og þjóð hafi ráðrúm til að gaumgæfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis áður en gengið verður til atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Þingmenn í stjórnarandstöðunni eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar að ekki beri að hrófla við kjördeginum. Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að útgáfa skýrslunnar frestist um nokkrar vikur en áformað var að hún kæmi út fyrir 1. febrúar. Nefndin væntir þess að geta skilað af sér fyrir febrúarlok, „komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er," eins og það er orðað. Málið var rætt á fundi þingflokks Samfylkingarinnar í gær. Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokksins, segir ótækt að aðeins nokkrir dagar líði á milli þessara atburða. Í skýrslunni kunni að verða upplýsingar sem fólk vilji hafa til hliðsjónar þegar það greiðir atkvæði um Icesave. Ákjósanlegt væri að rannsóknarnefndin tímasetti nákvæmlega útgáfu skýrslu sinnar og að dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði ákveðin í framhaldinu. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er sama sinnis. Fresta þurfi atkvæðagreiðslunni ef það stefnir í að skýrslan komi út vikuna áður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ekki ráðlegt að hringla með kjördaginn. Betra sé að útgáfa skýrslunnar taki mið af honum. „Best væri að klára skýrsluna og birta niðurstöðurnar í tíma og ef eitthvað er óunnið gera það í framhaldinu og birta sem viðbótarskjöl. Nú veit ég ekki hvort það er hægt en það væri þá best," segir Sigmundur. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki er sammála Sigmundi. Ekki beri að hrófla við kjördeginum. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að slæmt væri að útgáfa skýrslunnar tefðist. Vonbrigði, svekkjandi og óheppilegt, voru orðin sem þeir völdu. Töfin væri til þess fallin að auka enn á tortryggnina í samfélaginu. - bþs
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira