Þriðju endurskoðun lokið hjá stjórn AGS 30. september 2010 05:15 Á kynningarfundi Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS á fundi í júní. Þeir sitja fyrir svörum um framvindu efnahagsáætlunar ríkisins þegar AGS hefur gefið út öll skjöl varðandi þriðju endurskoðun hennar. Fréttablaðið/Arnþór Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent