Lögreglu grunar að höfuðpaurinn í fjársvikamáli gangi laus 20. september 2010 18:53 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Grunur leikur á að einn af höfuðpaurum málsins gangi enn laus. Sex eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar þar af einn starfsmaður Ríkisskattstjóra, sem grunaður er um að hafa aðstoðað meinta svikahrappa við að svíkja út hátt í þrjú hundruð milljón króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Tvö einkahlutafélög voru notuð við svindlið en þau skiluðu reikningum upp á 1300 milljónir vegna byggingaframkvæmda og fengu í kjölfarið endurgreiddan virðisaukakatt upp á rúmar 270 milljónir króna. Aldrei var hins vegar ráðist í raunverulegar framkvæmdir því þær voru ekkert nema yfirskin til að sækja virðisaukaskattsendurgreiðsluna. Gæsluvarðhaldið rann út hjá einum sexmenningann í dag, en það var framlengt á grundvelli þess að hátt í 12 kíló af hassi fundust hjá manninum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að lögreglu gruni að einn af höfuðpaurum þessara umfangsmiklu svikamillu gangi laus. Það ku vera Garðbæingur á fertugsaldri, sem dvelur nú í Suður- Ameríku. Sá hefur meðal annars verið viðloðandi rekstur einkahlutaféaga sem gáfu sig út fyrir að vera fyrir framkvæmdum á atvinnuhúsnæði. Jón HB Snorrason, sem hefur yfirumsjón með rannsókninni, vildi ekki tjá sig um þetta. Hann segir rannsóknina hinsvegar umfangsmikla og því ekki sé hægt að útiloka að fleiri en þeir sex sem nú eru í haldi tengist málinu. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Grunur leikur á að einn af höfuðpaurum málsins gangi enn laus. Sex eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar þar af einn starfsmaður Ríkisskattstjóra, sem grunaður er um að hafa aðstoðað meinta svikahrappa við að svíkja út hátt í þrjú hundruð milljón króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Tvö einkahlutafélög voru notuð við svindlið en þau skiluðu reikningum upp á 1300 milljónir vegna byggingaframkvæmda og fengu í kjölfarið endurgreiddan virðisaukakatt upp á rúmar 270 milljónir króna. Aldrei var hins vegar ráðist í raunverulegar framkvæmdir því þær voru ekkert nema yfirskin til að sækja virðisaukaskattsendurgreiðsluna. Gæsluvarðhaldið rann út hjá einum sexmenningann í dag, en það var framlengt á grundvelli þess að hátt í 12 kíló af hassi fundust hjá manninum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að lögreglu gruni að einn af höfuðpaurum þessara umfangsmiklu svikamillu gangi laus. Það ku vera Garðbæingur á fertugsaldri, sem dvelur nú í Suður- Ameríku. Sá hefur meðal annars verið viðloðandi rekstur einkahlutaféaga sem gáfu sig út fyrir að vera fyrir framkvæmdum á atvinnuhúsnæði. Jón HB Snorrason, sem hefur yfirumsjón með rannsókninni, vildi ekki tjá sig um þetta. Hann segir rannsóknina hinsvegar umfangsmikla og því ekki sé hægt að útiloka að fleiri en þeir sex sem nú eru í haldi tengist málinu.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira