Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla 15. september 2010 01:00 Bílamergð í Peking Kína er einn stærsti markaður bifreiða í heiminum. Þar seljast nú um 17 milljón bílar á ári hverju.nordicphotos/AFP Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. [email protected] Fréttir Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. [email protected]
Fréttir Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira