Fyrsti leikur Favre í stúkunni á 20 ára ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2010 23:36 Favre mætir til leiks í kvöld. Hann gerði sér smá vonir um að spila en varð loksins að játa sig sigraðan og fá sér sæti í stúkunni. AP Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni. Erlendar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni.
Erlendar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira