Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat 1. desember 2010 06:00 Kynna áform Jón Gnarr borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Valli Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." [email protected] Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." [email protected]
Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“