Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber.
Leggi nefndin það til að ákæra verði lögð fram þarf meirihluti Alþingis að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis. Fjórir fyrrverandi ráðherrar eru helst nefndir í þessu samhengi, Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
