Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir 3. desember 2010 04:30 innbrotsþjófar Ábendingum borgara til lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða hefur fjölgað verulega og þær hafa borið góðan árangur. Lögregla metur nágrannavörslu mikils. „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. [email protected] Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira