Júlía Margrét Alexandersdóttir: Alþjóðlegt dömp Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 14. maí 2010 06:00 Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína". Sem auðsveip og eftirlátssöm móðir, með kexkökur í öllum vösum, tilbúin til að skrúfa í sundur jarðmöndulinn fyrir hann, mændi ég upp í reykinn, tæmdi öskubakkana samviskusamlega og tékkaði hvort hann ætti ekki örugglega nóg í pakkanum. Hann fékk að raka sig í stofunni og þegar hann talaði fannst mér hvert orð sem hann sagði stórkostlegt. Hefði hann beðið um að fá að vera bara í náttfötunum í fínum veislum hefði ég leyft honum að ganga um í mjúkum slopp í staðinn fyrir að vera í þröngum og óþægilegum jakkafötum. Ástin er blind, bragðdauf og heyrnarlaus. Hún leyfir ástmanninum að setja skóna sína upp á eldhúsborð og þíða svínahakk við hliðina á silkitrefli úr Kisunni. Í öllum nýjum samböndum er allt svo æðislegt og það má allt. Þetta er falska tímabilið og þegar fólk er á falska tímabilinu er enginn heiðarlegur. Þótt mér þyki hann enn þá skemmtilegur og fyndinn læt ég það skýrt og berlega í ljós, nú fimm árum síðar, að ég vildi helst að hann rakaði sig úti á svölum og banna honum hiklaust að koma inn í stofu ef gömlu bekkjarsysturnar úr fínu húsunum í Árbænum eru að koma í heimsókn. Hann má ekki einu sinni drekka nýmjólk fyrir framan fallegu hillurnar mínar, annars grætur hönnunarguðinn inni í mér. Smá sýndardansleikur gengur kannski upp í málefnum ástarinnar en það er kannski minna sigurstranglegt þegar kemur að fjármálunum þar sem það hefur sýnt sig að ástin endist ekki ef sverfa fer að. Fyrir nokkrum árum hefði hver einasti nýútskrifaði viðskiptafræðingur gefið eyra til að fá Sigga Einars heim í kaffi. Í dag myndi Lalli Johns ekki einu sinni lána honum hárkollu til að fela hann. Ástarþokunni hefur létt í nágrenni bankanna og bankastjórunum og útrásarvíkingunum sem við elskuðum er ekki einu sinni forðað inn á Keisarann. Sambandsslitin eru opinber, ástmönnunum er sagt upp á netinu og hinsta kveðjan er meira að segja alþjóðleg þar sem ort er á heimasíðu Interpol. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun
Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína". Sem auðsveip og eftirlátssöm móðir, með kexkökur í öllum vösum, tilbúin til að skrúfa í sundur jarðmöndulinn fyrir hann, mændi ég upp í reykinn, tæmdi öskubakkana samviskusamlega og tékkaði hvort hann ætti ekki örugglega nóg í pakkanum. Hann fékk að raka sig í stofunni og þegar hann talaði fannst mér hvert orð sem hann sagði stórkostlegt. Hefði hann beðið um að fá að vera bara í náttfötunum í fínum veislum hefði ég leyft honum að ganga um í mjúkum slopp í staðinn fyrir að vera í þröngum og óþægilegum jakkafötum. Ástin er blind, bragðdauf og heyrnarlaus. Hún leyfir ástmanninum að setja skóna sína upp á eldhúsborð og þíða svínahakk við hliðina á silkitrefli úr Kisunni. Í öllum nýjum samböndum er allt svo æðislegt og það má allt. Þetta er falska tímabilið og þegar fólk er á falska tímabilinu er enginn heiðarlegur. Þótt mér þyki hann enn þá skemmtilegur og fyndinn læt ég það skýrt og berlega í ljós, nú fimm árum síðar, að ég vildi helst að hann rakaði sig úti á svölum og banna honum hiklaust að koma inn í stofu ef gömlu bekkjarsysturnar úr fínu húsunum í Árbænum eru að koma í heimsókn. Hann má ekki einu sinni drekka nýmjólk fyrir framan fallegu hillurnar mínar, annars grætur hönnunarguðinn inni í mér. Smá sýndardansleikur gengur kannski upp í málefnum ástarinnar en það er kannski minna sigurstranglegt þegar kemur að fjármálunum þar sem það hefur sýnt sig að ástin endist ekki ef sverfa fer að. Fyrir nokkrum árum hefði hver einasti nýútskrifaði viðskiptafræðingur gefið eyra til að fá Sigga Einars heim í kaffi. Í dag myndi Lalli Johns ekki einu sinni lána honum hárkollu til að fela hann. Ástarþokunni hefur létt í nágrenni bankanna og bankastjórunum og útrásarvíkingunum sem við elskuðum er ekki einu sinni forðað inn á Keisarann. Sambandsslitin eru opinber, ástmönnunum er sagt upp á netinu og hinsta kveðjan er meira að segja alþjóðleg þar sem ort er á heimasíðu Interpol.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun