Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands SB skrifar 30. júní 2010 19:44 Christian Wulff, nýr forseti Þýskalands. Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún. Erlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún.
Erlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira