Piparkökulest: Skemmtileg samverustund 14. desember 2010 06:00 Hrefna Sigurjónsdóttir og Áslaug Lilja Þorgeirsdóttir leggja lokahönd á piparkökulest. Mér hefur alltaf þótt gaman að föndra og skreyta og það á líka við í matargerð og bakstri. Í piparkökuskreytingum blandast þetta vel saman," segir Hrefna Sigurjónsdóttir, starfsmaður hjá Heimilum og skóla. Hún gerir sjálf deigið frá grunni og kveðst hafa fundið bæði uppskrift og mynstur í gamalli bakstursbók en bendir líka á að hægt sé að kaupa tilbúnar húshliðar í IKEA og líma saman. Skyldi hún vera alin upp við piparkökuhúsahefð? „Nei, heima gerðum við alltaf myndakökur sem mamma bakaði og við krakkarnir skreyttum en eftir að ég fór að búa og dóttirin var komin til sögunnar ákváðum við hjónin að baka kirkju og skreyta. Okkur fannst það ekkert síður gaman en henni." Hrefna segir betra að hafa deigið þétt í sér og kökurnar í þykkara lagi. „Svo er sniðugt," segir hún, „að hafa uppskriftina ríflega þannig að hægt sé að búa til aukakökur svo að minnsta kosti börnin geti fengið að smakka strax. Líka að búa til aukahliðar ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis, þá á maður varahluti sem síðan er hægt að borða ef ekki er þörf fyrir þá." Mikilvægt er að láta byggingarefnið kólna vel áður en byrjað er að raða því saman að sögn Hrefnu. En hvernig límir hún það? „Við bræðum sykur og stingum hliðunum ofan í en það verður að gæta sín á að brenna sig ekki." Hrefna segir dótturina Áslaugu Lilju hafa notið þess að fylgjast með lestinni verða til og taka þátt í því. „Þetta varð skemmtileg samverustund og það var alveg þess virði að taka frá tíma í hana," segir Hrefna. „Það borgar sig bara ekki að stressa sig og ætla að hafa allt fullkomið því öll mistök má fela með namminu. Aðalmálið er að hafa gaman af." - gunPiparkökulest2¼ dl dökkur púðursykur eða sykur1½ dl síróp75 g smjör eða smjörlíki¾ msk. engifer1 msk. kanill2¼ dl mjólk¾ msk. matarsódi7-800 g hveiti Setjið sykur, síróp, smjör og krydd í lítinn pott. Sjóðið saman við vægan hita og hrærið í á meðan þar til blandan er orðin þunnfljótandi. Hellið mjólkinni saman við og kælið. Blandið matarsódanum saman við dálítið af hveitinu og hrærið út í deigið, sem á að vera þétt í sér svo það renni ekki út í ofninum. Stráið hveiti yfir deigið, breiðið plast yfir og látið það bíða í ísskáp yfir nótt. Takið sniðin upp á góðan bökunarpappír eða frekar þykkan pappír. Fletjið deigið út um 3 mm þykkt og skerið út formin. Setjið bökunarpappír á plötu og bakið. Einnig má fletja deigið út á plötunni og skera mynstrin út þar. Bakið í miðjum ofni við 175-200°C þar til hlutarnir eru gegnbakaðir. Leggja má pappírssniðin ofan á hlutana meðan þeir eru heitir og mjúkir og snyrta kantana svo auðveldara verði að setja þá saman. (Við gerðum það ekki.) Látið hlutana kólna á plötunni.Samsetning1 dl sykur Bræðið sykurinn á pönnu. Dýfið brúnunum á hlutunum ofan í sykurinn og setjið þá svo strax saman. Gætið þess að brenna ykkur ekki á sykrinum!Skraut4 dl flórsykur1 eggjahvíta1 tsk. ferskur sítrónusafi Hrærið saman flórsykur, eggjahvítu og sítrónusafa í mjúkt krem. Búið til kramarhús úr pappír eða litlum plastpoka. Fyllið það með kreminu, klippið gat á kramarhúsið eða pokann og sprautið kreminu af hjartans lyst. Skreytið að vild. Gott er að nota kókosmjöl sem snjó. Uppskriftin er úr bókinni: Stóra bakstursbókin sem gefin er út af Vöku-Helgafelli (titill á frummáli er: ICA Förlagets stora bakbok). Ég gerði hálfa „Kirkjuuppskrift" (bls. 206) Föndur Jólamatur Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Mér hefur alltaf þótt gaman að föndra og skreyta og það á líka við í matargerð og bakstri. Í piparkökuskreytingum blandast þetta vel saman," segir Hrefna Sigurjónsdóttir, starfsmaður hjá Heimilum og skóla. Hún gerir sjálf deigið frá grunni og kveðst hafa fundið bæði uppskrift og mynstur í gamalli bakstursbók en bendir líka á að hægt sé að kaupa tilbúnar húshliðar í IKEA og líma saman. Skyldi hún vera alin upp við piparkökuhúsahefð? „Nei, heima gerðum við alltaf myndakökur sem mamma bakaði og við krakkarnir skreyttum en eftir að ég fór að búa og dóttirin var komin til sögunnar ákváðum við hjónin að baka kirkju og skreyta. Okkur fannst það ekkert síður gaman en henni." Hrefna segir betra að hafa deigið þétt í sér og kökurnar í þykkara lagi. „Svo er sniðugt," segir hún, „að hafa uppskriftina ríflega þannig að hægt sé að búa til aukakökur svo að minnsta kosti börnin geti fengið að smakka strax. Líka að búa til aukahliðar ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis, þá á maður varahluti sem síðan er hægt að borða ef ekki er þörf fyrir þá." Mikilvægt er að láta byggingarefnið kólna vel áður en byrjað er að raða því saman að sögn Hrefnu. En hvernig límir hún það? „Við bræðum sykur og stingum hliðunum ofan í en það verður að gæta sín á að brenna sig ekki." Hrefna segir dótturina Áslaugu Lilju hafa notið þess að fylgjast með lestinni verða til og taka þátt í því. „Þetta varð skemmtileg samverustund og það var alveg þess virði að taka frá tíma í hana," segir Hrefna. „Það borgar sig bara ekki að stressa sig og ætla að hafa allt fullkomið því öll mistök má fela með namminu. Aðalmálið er að hafa gaman af." - gunPiparkökulest2¼ dl dökkur púðursykur eða sykur1½ dl síróp75 g smjör eða smjörlíki¾ msk. engifer1 msk. kanill2¼ dl mjólk¾ msk. matarsódi7-800 g hveiti Setjið sykur, síróp, smjör og krydd í lítinn pott. Sjóðið saman við vægan hita og hrærið í á meðan þar til blandan er orðin þunnfljótandi. Hellið mjólkinni saman við og kælið. Blandið matarsódanum saman við dálítið af hveitinu og hrærið út í deigið, sem á að vera þétt í sér svo það renni ekki út í ofninum. Stráið hveiti yfir deigið, breiðið plast yfir og látið það bíða í ísskáp yfir nótt. Takið sniðin upp á góðan bökunarpappír eða frekar þykkan pappír. Fletjið deigið út um 3 mm þykkt og skerið út formin. Setjið bökunarpappír á plötu og bakið. Einnig má fletja deigið út á plötunni og skera mynstrin út þar. Bakið í miðjum ofni við 175-200°C þar til hlutarnir eru gegnbakaðir. Leggja má pappírssniðin ofan á hlutana meðan þeir eru heitir og mjúkir og snyrta kantana svo auðveldara verði að setja þá saman. (Við gerðum það ekki.) Látið hlutana kólna á plötunni.Samsetning1 dl sykur Bræðið sykurinn á pönnu. Dýfið brúnunum á hlutunum ofan í sykurinn og setjið þá svo strax saman. Gætið þess að brenna ykkur ekki á sykrinum!Skraut4 dl flórsykur1 eggjahvíta1 tsk. ferskur sítrónusafi Hrærið saman flórsykur, eggjahvítu og sítrónusafa í mjúkt krem. Búið til kramarhús úr pappír eða litlum plastpoka. Fyllið það með kreminu, klippið gat á kramarhúsið eða pokann og sprautið kreminu af hjartans lyst. Skreytið að vild. Gott er að nota kókosmjöl sem snjó. Uppskriftin er úr bókinni: Stóra bakstursbókin sem gefin er út af Vöku-Helgafelli (titill á frummáli er: ICA Förlagets stora bakbok). Ég gerði hálfa „Kirkjuuppskrift" (bls. 206)
Föndur Jólamatur Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið