Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ 30. maí 2010 11:46 Einar Skúlason fann ástina í framboði. „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem flokkurinn fær ekki mann kjörinn inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokknum gekk einnig illa á höfuðborgarsvæðinu en þar náði flokkurinn aðeins tveimur mönnum inn í sveitarstjórnir. Annar maðurinn er í Kópavogi, hinn á Álftanesi. „Það eru líka vonbrigði að sjá hvað okkur gekk illa á höfuðborgarsvæðinu," segir Einar. Framsóknarflokkurinn mældist ágætlega í könnunum áður en Best flokkurinn fór á flug. Eftir það mældist Einar aldrei inni í borgarstjórn. Sjálfur taldi Einar að flokkurinn fengi fleiri atkvæði fyrir nýliðunina sem hefur orðið innan raða flokksins. Svo virðist sem það hafi engu skipt. „Ég hitti oft fólk sem sagði mér að ég væri svo sem fínn en þeir gætu ekki kosið Framsóknarflokkinn," segir Einar og bætir við: „Fólk á erfitt með að fyrirgefa flokknum." Spurður hvað taki við núna segir Einar: „Ég ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn." Að sögn Einars kynntist hann konu fyrir nokkrum vikum síðan. Þau hafa ekki fengið mikinn tíma saman en nú virðist það ætla að breytast miðað við úrslit kosninganna. Aðspurður hver sú heppna sé vill Einar sem minnst um það segja. Kosningar 2010 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem flokkurinn fær ekki mann kjörinn inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokknum gekk einnig illa á höfuðborgarsvæðinu en þar náði flokkurinn aðeins tveimur mönnum inn í sveitarstjórnir. Annar maðurinn er í Kópavogi, hinn á Álftanesi. „Það eru líka vonbrigði að sjá hvað okkur gekk illa á höfuðborgarsvæðinu," segir Einar. Framsóknarflokkurinn mældist ágætlega í könnunum áður en Best flokkurinn fór á flug. Eftir það mældist Einar aldrei inni í borgarstjórn. Sjálfur taldi Einar að flokkurinn fengi fleiri atkvæði fyrir nýliðunina sem hefur orðið innan raða flokksins. Svo virðist sem það hafi engu skipt. „Ég hitti oft fólk sem sagði mér að ég væri svo sem fínn en þeir gætu ekki kosið Framsóknarflokkinn," segir Einar og bætir við: „Fólk á erfitt með að fyrirgefa flokknum." Spurður hvað taki við núna segir Einar: „Ég ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn." Að sögn Einars kynntist hann konu fyrir nokkrum vikum síðan. Þau hafa ekki fengið mikinn tíma saman en nú virðist það ætla að breytast miðað við úrslit kosninganna. Aðspurður hver sú heppna sé vill Einar sem minnst um það segja.
Kosningar 2010 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira