Mennirnir fjórir sem rændu vinningspotti á pókermóti í Þýskalandi fyrr á þessu ári voru í dag dæmdir í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Ránsféð hefur enn ekki komið í leitirnar.
Það var mars síðastliðinum sem mennirnir fjórir ruddust um hábjartan dag inn á pókermót í Berlín í Þýskalandi stálu vinningspottinum sem nam rúmum 240 þúsund evrum eða rúmum 37 milljónum króna.
Mennirnir voru handteknir skömmu síðar en þeir eru á aldrinum 19 til 21. Þeir játuðu allir sekt sína fyrir dómi en hafa hins vegar neitað að upplýsa hvað þeir gerðu við ránsfenginn. Aðeins fjögur þúsund evrur hafa komið í leitirnar, eða rúmar sex hundruð þúsund krónur.
Höfuðpaurinn var dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi en hinir þrír í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dómurinn var ekki mildaður þrátt fyrir að mennirnir hafi játað sekt sínar þar sem ránsfengurinn er enn ófundinn.
Nikolas Becker, lögmaður eins af ræningjunum segir: "Ég held að ef ránið hefði ekki vakið svona mikla athygli hefði refsingin orðið vægari. En ég skil að dómstólar vilji gefa þau skilaboð að hér sé um stórmál að ræða."