Árni Friðriksson í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2010 18:39 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum. Skroll-Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira