Viturlegar ákvarðanir skila sér Ólafur Stephensen skrifar 7. júní 2010 06:00 Hafrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðastliðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekkert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til. Nú leggur Hafró til, á grundvelli rannsóknarniðurstaðna, að þorskkvótinn verði aukinn um tíu þúsund tonn, úr 150 þúsundum í 160 þúsund, á næsta fiskveiðiári. Þessi ráðgjöf er í samræmi við markaða nýtingarstefnu stjórnvalda og aflaregluna, sem kveður á um að ekki skuli veitt umfram ákveðið hámark af viðmiðunarstofninum svokallaða. Hafró bendir á að löngum hafi bæði kvótinn og raunverulegur afli verið langt umfram ráðgjöf stofnunarinnar, en mikil breyting hafi orðið til batnaðar síðustu árin, með tilkomu nýtingarstefnu og setningu aflareglu. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, tók rétta en erfiða ákvörðun árið 2007 um að skera þorskaflann niður úr tæplega 200 þúsund tonnum í 150 þúsund til þriggja ára. Einar sagði í Fréttablaðinu á laugardag að hefði ekki verið brugðizt við þá, hefði áralangur niðurskurður blasað við. Þetta er rétt mat. Við sjáum það nú að viturlegar ákvarðanir um að veiða ekki meira en stofnarnir bera, skila sér síðar í eflingu þeirra. Því miður kemur það ekki á óvart að Örn Pálsson, talsmaður smábátasjómanna, leggur til í blaðinu á laugardag að ekkert verði gert með ráðgjöf Hafró, heldur veidd 200 þúsund tonn af þorski. Smábátasjómenn eru líka óhressir með tillögur um að minnka á ný veiði á tegundum á borð við steinbít og ýsu, en hún var aukin tímabundið umfram ráðgjöf Hafró til að mæta niðurskurðinum í þorskinum. Sjómenn og aðrir hagsmunaaðilar virðast stundum halda að af því að þeir sjá nógan fisk í sjónum, megi veiða langt umfram það sem vísindamennirnir leggja til. Þá gleymist að forsenda þess að áfram verði nógur fiskur í sjónum er að farið sé eftir vísindalegri ráðgjöf og gætt fyllstu varúðar við nýtingu auðlindanna. Í löndum allt í kringum okkur sjáum við dæmi um hörmulegar afleiðingar þess að stjórnmálamenn létu undan þrýstingi hagsmunaaðila, sem töldu allt í lagi að hunza tillögur vísindamanna og veiða meira í þágu skammtímahagsmuna. Óvíst er að fiskistofnar margra nágrannalanda okkar nái sér nokkurn tímann á strik aftur eftir svo óskynsamlega veiðistjórnun. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og aðrir, sem koma að ákvörðunum um kvótann á næsta fiskveiðiári, eiga ekki að láta undan þrýstingnum. Þeir eiga að hafa langtímahag sjávarútvegsins og þar með íslenzks efnahagslífs að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Hafrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðastliðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekkert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til. Nú leggur Hafró til, á grundvelli rannsóknarniðurstaðna, að þorskkvótinn verði aukinn um tíu þúsund tonn, úr 150 þúsundum í 160 þúsund, á næsta fiskveiðiári. Þessi ráðgjöf er í samræmi við markaða nýtingarstefnu stjórnvalda og aflaregluna, sem kveður á um að ekki skuli veitt umfram ákveðið hámark af viðmiðunarstofninum svokallaða. Hafró bendir á að löngum hafi bæði kvótinn og raunverulegur afli verið langt umfram ráðgjöf stofnunarinnar, en mikil breyting hafi orðið til batnaðar síðustu árin, með tilkomu nýtingarstefnu og setningu aflareglu. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, tók rétta en erfiða ákvörðun árið 2007 um að skera þorskaflann niður úr tæplega 200 þúsund tonnum í 150 þúsund til þriggja ára. Einar sagði í Fréttablaðinu á laugardag að hefði ekki verið brugðizt við þá, hefði áralangur niðurskurður blasað við. Þetta er rétt mat. Við sjáum það nú að viturlegar ákvarðanir um að veiða ekki meira en stofnarnir bera, skila sér síðar í eflingu þeirra. Því miður kemur það ekki á óvart að Örn Pálsson, talsmaður smábátasjómanna, leggur til í blaðinu á laugardag að ekkert verði gert með ráðgjöf Hafró, heldur veidd 200 þúsund tonn af þorski. Smábátasjómenn eru líka óhressir með tillögur um að minnka á ný veiði á tegundum á borð við steinbít og ýsu, en hún var aukin tímabundið umfram ráðgjöf Hafró til að mæta niðurskurðinum í þorskinum. Sjómenn og aðrir hagsmunaaðilar virðast stundum halda að af því að þeir sjá nógan fisk í sjónum, megi veiða langt umfram það sem vísindamennirnir leggja til. Þá gleymist að forsenda þess að áfram verði nógur fiskur í sjónum er að farið sé eftir vísindalegri ráðgjöf og gætt fyllstu varúðar við nýtingu auðlindanna. Í löndum allt í kringum okkur sjáum við dæmi um hörmulegar afleiðingar þess að stjórnmálamenn létu undan þrýstingi hagsmunaaðila, sem töldu allt í lagi að hunza tillögur vísindamanna og veiða meira í þágu skammtímahagsmuna. Óvíst er að fiskistofnar margra nágrannalanda okkar nái sér nokkurn tímann á strik aftur eftir svo óskynsamlega veiðistjórnun. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og aðrir, sem koma að ákvörðunum um kvótann á næsta fiskveiðiári, eiga ekki að láta undan þrýstingnum. Þeir eiga að hafa langtímahag sjávarútvegsins og þar með íslenzks efnahagslífs að leiðarljósi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun