Kvöldstund sannleikans Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 22. mars 2010 06:00 Í rúmt ár hef ég átt í erfiðleikum með svefn, það erfitt að eftir svefnlausar vikur, skrifaði læknir upp á svefnlyf sem hefur hjálpað mér mikið enda svefn lykillinn að góðri andlegri heilsu. Verandi B-manneskja, sem myndi helst vilja draga björg í bú eftir klukkan 10 á kvöldin, hefur þetta þó valdið eilítilli togstreitu milli kvöldvenja minna og svefnlyfjanna. Þannig er mælt með því að eftir inntöku „immovan" drífi fólk sig upp í rúm og leggist strax til hvílu því annars er hætt við að fólki endi ráfandi um íbúðina, teljandi sig vel á sig komið, undir áhrifum þríhyrningslyfs. B-manneskjur vilja hins vegar bara aðeins kíkja á sjónvarpið, aðeins fara í tölvuna, aðeins hringja eitt símtal og fá sér smávegis kex. Auk þess að eiga erfitt með að drífa mig upp í rúm á skikkanlegum tíma, virkar svefnlyfið sem nokkurs konar sannleikslyf þannig að bæði fjúka hvítar, lífsnauðsynlegar lygar út í kvöldgoluna og upplýsingaflæðið er óheft og frjálst. Þannig vissu allir á heimilinu hvað þeir myndu fá í jólagjöf mörgum vikum áður en pakkarnir voru opnaðir, hvað gjafirnar hefðu kostað og hvar þær voru geymdar. Af hálfri, sakleysislega útlítandi hvítri pillu breyttist ég því mörg kvöld í moggabloggara heimilisins - óstöðvandi í óþolandi mali um allt og ekkert, þó að vísu einstaklega elskuleg að mér er sagt. Foreldrar mínir báðu mig fyrir skemmstu vinsamlegast að hætta að hringja í sig eftir klukkan tíu á kvöldin til að mala, þar sem ég haldi fyrir þeim vöku, og minn nánasti hringur símavina svarar mér ekki þegar ég hringi svo seint núorðið enda vil ég bara tala og tala, gefa uppskriftir og húsráð og uppskrift sem ég gaf vinkonu minni óumbeðin í einu af þessum símtölum er orðin fræg - túnfisksalat a la Immoven - þar sem ég lýsti skurði grænmetisins af stakri nákvæmni í smáatriðum sem og hvernig olíunni skyldi hellt yfir salatið. Skemmst er frá því að segja að þegar umrætt salat kom til umræðu daginn eftir í allsgáðu ástandi mínu, mundi ég í fyrstu ekkert einu sinni eftir að hafa bragðað eða eldað slíkt salat. Eftir mikil heilabrot gat ég þó rakið salatið sautján ár aftur í tímann. Í ljósi þessa varð mér hugsað til embættis sérstaks saksóknara sem nú reynir af öllum mætti að fá fjármálafursta til að rifja upp allt sem þeir segjast hafa gleymt. Hálf still nacht fengi þá kannski til að muna eftir vafasömum milljarða millifærslum og heil gerði frásögnina eflaust enn meira djúsí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Í rúmt ár hef ég átt í erfiðleikum með svefn, það erfitt að eftir svefnlausar vikur, skrifaði læknir upp á svefnlyf sem hefur hjálpað mér mikið enda svefn lykillinn að góðri andlegri heilsu. Verandi B-manneskja, sem myndi helst vilja draga björg í bú eftir klukkan 10 á kvöldin, hefur þetta þó valdið eilítilli togstreitu milli kvöldvenja minna og svefnlyfjanna. Þannig er mælt með því að eftir inntöku „immovan" drífi fólk sig upp í rúm og leggist strax til hvílu því annars er hætt við að fólki endi ráfandi um íbúðina, teljandi sig vel á sig komið, undir áhrifum þríhyrningslyfs. B-manneskjur vilja hins vegar bara aðeins kíkja á sjónvarpið, aðeins fara í tölvuna, aðeins hringja eitt símtal og fá sér smávegis kex. Auk þess að eiga erfitt með að drífa mig upp í rúm á skikkanlegum tíma, virkar svefnlyfið sem nokkurs konar sannleikslyf þannig að bæði fjúka hvítar, lífsnauðsynlegar lygar út í kvöldgoluna og upplýsingaflæðið er óheft og frjálst. Þannig vissu allir á heimilinu hvað þeir myndu fá í jólagjöf mörgum vikum áður en pakkarnir voru opnaðir, hvað gjafirnar hefðu kostað og hvar þær voru geymdar. Af hálfri, sakleysislega útlítandi hvítri pillu breyttist ég því mörg kvöld í moggabloggara heimilisins - óstöðvandi í óþolandi mali um allt og ekkert, þó að vísu einstaklega elskuleg að mér er sagt. Foreldrar mínir báðu mig fyrir skemmstu vinsamlegast að hætta að hringja í sig eftir klukkan tíu á kvöldin til að mala, þar sem ég haldi fyrir þeim vöku, og minn nánasti hringur símavina svarar mér ekki þegar ég hringi svo seint núorðið enda vil ég bara tala og tala, gefa uppskriftir og húsráð og uppskrift sem ég gaf vinkonu minni óumbeðin í einu af þessum símtölum er orðin fræg - túnfisksalat a la Immoven - þar sem ég lýsti skurði grænmetisins af stakri nákvæmni í smáatriðum sem og hvernig olíunni skyldi hellt yfir salatið. Skemmst er frá því að segja að þegar umrætt salat kom til umræðu daginn eftir í allsgáðu ástandi mínu, mundi ég í fyrstu ekkert einu sinni eftir að hafa bragðað eða eldað slíkt salat. Eftir mikil heilabrot gat ég þó rakið salatið sautján ár aftur í tímann. Í ljósi þessa varð mér hugsað til embættis sérstaks saksóknara sem nú reynir af öllum mætti að fá fjármálafursta til að rifja upp allt sem þeir segjast hafa gleymt. Hálf still nacht fengi þá kannski til að muna eftir vafasömum milljarða millifærslum og heil gerði frásögnina eflaust enn meira djúsí.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun