„Innan forsvaranlegra marka“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. apríl 2010 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir vill reyna að friðmælast við atvinnulífið í landinu, ef marka má grein hennar hér í blaðinu í fyrradag. Þar segir Jóhanna stjórnina gera sitt ýtrasta til að standa við ákvæði stöðugleikasáttmálans og efla atvinnu. Eitt af því sem forsætisráðherrann nefnir eru áhyggjur manna af hráefnisskorti í fiskvinnslunni á komandi sumri. „Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka," skrifar Jóhanna. Um ákvarðanir um afla úr nytjastofnum þjóðarinnar á sízt af öllu að gera pólitískar málamiðlanir við hagsmunaaðila. Hagur þjóðarinnar er að við nýtingu auðlindanna gildi stefnufesta og langtímasýn, byggð á beztu fáanlegri vísindaráðgjöf, en ekki skammtímasjónarmið. Jafnvel þótt hart sé í ári. Íslendingum hefur tekizt betur upp við stjórn fiskveiða en flestum nágrannaþjóðum. Ástæðan er ekki sízt sú að ákvarðanir sjávarútvegsráðherra um heildarafla hafa að langmestu leyti byggzt á ráðgjöf vísindamanna. Alltof víða í löndunum í kringum okkur hefur vísindaleg ráðgjöf verið hunzuð vegna þess að stjórnmálamennirnir hafa ekki haft þrek til að mæta kröfum hagsmunaaðila og sannfært sjálfa sig og aðra um að „forsvaranlegt" sé að „auka aflaheimildir tímabundið", til dæmis út kjörtímabilið. Afleiðingin er sú að fiskistofnar flestra Evrópuþjóða eru í mun verra ásigkomulagi en nytjastofnar Íslendinga. Hér á landi hefur sjávarútvegurinn verið undirstöðuatvinnugrein, ekki ríkisstyrkt aukabúgrein. Þess vegna hafa líkast til verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hér en víða annars staðar; við höfum ekki efni á að leika okkur með lífsafkomu okkar til langs tíma í þágu skammtímasjónarmiða. Á því má ekki verða nein breyting, jafnvel þótt efnahagsástandið sé erfiðara en oft áður. Eins og rifjað er upp í Fréttablaðinu í dag mótaði ríkisstjórnin í fyrra nýtingarstefnu til fimm ára, þar sem gert er ráð fyrir að ráðgjöf vísindamanna verði fylgt og ekki veitt meira af þorski en sem nemur 20% af viðmiðunarstofni. Þessa stefnu telur Hafrannsóknastofnunin grundvöll þess að hægt sé að byggja þorskstofninn upp til framtíðar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir í blaðinu í dag að ekkert hafi komið fram sem breyti ráðgjöf stofnunarinnar. Það sé því ekki inni í myndinni frá hennar bæjardyrum séð að auka þorskkvótann á þessu fiskveiðiári. Það megi gera á næsta fiskveiðiári, með öðrum orðum í haust, ef rannsóknir í vor gefi tilefni til. Ef vísindaleg rök gefa ekki tilefni til að auka kvótann fyrir sumarið á ekki að gera það, svo einfalt er það. Okkur hefur reynzt vel að fara að vísindalegri ráðgjöf, illa að gera það ekki. Pólitískar æfingar til að gera kvótaaukningu „forsvaranlega" með einhverjum öðrum rökum grafa eingöngu undan framtíðarafkomu sjávarútvegsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir vill reyna að friðmælast við atvinnulífið í landinu, ef marka má grein hennar hér í blaðinu í fyrradag. Þar segir Jóhanna stjórnina gera sitt ýtrasta til að standa við ákvæði stöðugleikasáttmálans og efla atvinnu. Eitt af því sem forsætisráðherrann nefnir eru áhyggjur manna af hráefnisskorti í fiskvinnslunni á komandi sumri. „Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka," skrifar Jóhanna. Um ákvarðanir um afla úr nytjastofnum þjóðarinnar á sízt af öllu að gera pólitískar málamiðlanir við hagsmunaaðila. Hagur þjóðarinnar er að við nýtingu auðlindanna gildi stefnufesta og langtímasýn, byggð á beztu fáanlegri vísindaráðgjöf, en ekki skammtímasjónarmið. Jafnvel þótt hart sé í ári. Íslendingum hefur tekizt betur upp við stjórn fiskveiða en flestum nágrannaþjóðum. Ástæðan er ekki sízt sú að ákvarðanir sjávarútvegsráðherra um heildarafla hafa að langmestu leyti byggzt á ráðgjöf vísindamanna. Alltof víða í löndunum í kringum okkur hefur vísindaleg ráðgjöf verið hunzuð vegna þess að stjórnmálamennirnir hafa ekki haft þrek til að mæta kröfum hagsmunaaðila og sannfært sjálfa sig og aðra um að „forsvaranlegt" sé að „auka aflaheimildir tímabundið", til dæmis út kjörtímabilið. Afleiðingin er sú að fiskistofnar flestra Evrópuþjóða eru í mun verra ásigkomulagi en nytjastofnar Íslendinga. Hér á landi hefur sjávarútvegurinn verið undirstöðuatvinnugrein, ekki ríkisstyrkt aukabúgrein. Þess vegna hafa líkast til verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hér en víða annars staðar; við höfum ekki efni á að leika okkur með lífsafkomu okkar til langs tíma í þágu skammtímasjónarmiða. Á því má ekki verða nein breyting, jafnvel þótt efnahagsástandið sé erfiðara en oft áður. Eins og rifjað er upp í Fréttablaðinu í dag mótaði ríkisstjórnin í fyrra nýtingarstefnu til fimm ára, þar sem gert er ráð fyrir að ráðgjöf vísindamanna verði fylgt og ekki veitt meira af þorski en sem nemur 20% af viðmiðunarstofni. Þessa stefnu telur Hafrannsóknastofnunin grundvöll þess að hægt sé að byggja þorskstofninn upp til framtíðar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir í blaðinu í dag að ekkert hafi komið fram sem breyti ráðgjöf stofnunarinnar. Það sé því ekki inni í myndinni frá hennar bæjardyrum séð að auka þorskkvótann á þessu fiskveiðiári. Það megi gera á næsta fiskveiðiári, með öðrum orðum í haust, ef rannsóknir í vor gefi tilefni til. Ef vísindaleg rök gefa ekki tilefni til að auka kvótann fyrir sumarið á ekki að gera það, svo einfalt er það. Okkur hefur reynzt vel að fara að vísindalegri ráðgjöf, illa að gera það ekki. Pólitískar æfingar til að gera kvótaaukningu „forsvaranlega" með einhverjum öðrum rökum grafa eingöngu undan framtíðarafkomu sjávarútvegsins.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun