Ber bleiku slaufuna með stolti 1. október 2010 11:00 Ragnheiður I. Margeirsdóttir, hönnuður bleiku slaufunnar 2010, Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Stefanía Guðmundsdóttir. MYNDIR/Hreinn Magnússon Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar og bar Ragnheiður I. Margeirsdóttir sigur úr býtum. Var slaufan afhjúpuð við athöfn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar þremur konum sem allar hafa barist við krabbamein. Þær heita Stefanía Guðmundsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir. „Þær Stefanía, Ágústa Erna og Guðný Kristrún fá fyrstu slaufurnar því að í okkar augum eru þær hvunndagshetjur, venjulegar konur sem þurfa að horfast í augu við erfiðan sjúkdóm," sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra við athöfnina. „Þær eru á ólíkum aldri og berjast við ólík krabbamein en eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki og dugnað í að sinna málum er varða þá sem greinast með krabbamein." Hann þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir ötula baráttu í gegnum tíðina. Enn mætti þó gera betur og hvatti hann alla landsmenn til að kaupa bleiku slaufuna og kvaðst sjálfur myndi bera hana með stolti í október, til stuðnings góðu málefni. Á hverju ári velur Krabbameinsfélagið eitt hús á höfuðborgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Menntaskólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi í gær eins og myndirnar sýna einnig. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Lífið Tengdar fréttir Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar og bar Ragnheiður I. Margeirsdóttir sigur úr býtum. Var slaufan afhjúpuð við athöfn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar þremur konum sem allar hafa barist við krabbamein. Þær heita Stefanía Guðmundsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir. „Þær Stefanía, Ágústa Erna og Guðný Kristrún fá fyrstu slaufurnar því að í okkar augum eru þær hvunndagshetjur, venjulegar konur sem þurfa að horfast í augu við erfiðan sjúkdóm," sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra við athöfnina. „Þær eru á ólíkum aldri og berjast við ólík krabbamein en eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki og dugnað í að sinna málum er varða þá sem greinast með krabbamein." Hann þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir ötula baráttu í gegnum tíðina. Enn mætti þó gera betur og hvatti hann alla landsmenn til að kaupa bleiku slaufuna og kvaðst sjálfur myndi bera hana með stolti í október, til stuðnings góðu málefni. Á hverju ári velur Krabbameinsfélagið eitt hús á höfuðborgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Menntaskólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi í gær eins og myndirnar sýna einnig.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Lífið Tengdar fréttir Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp