Lýðræðissjóðir? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. mars 2010 06:00 Þótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun. Í Fréttablaðinu var jafnframt fjallað um kröfur, sem heyrzt hafa í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár og áratugi, um að vali í stjórnir sjóðanna verði breytt og sjóðfélögunum sjálfum leyft að kjósa þær á aðalfundum. Það á reyndar við í örfáum, litlum sjóðum. Almenna reglan er hins vegar sú að verkalýðsforingjar og fulltrúar atvinnurekenda skipta stjórnarsætum í lífeyrissjóðunum á milli sín í huggulegheitum. Kröfur um breytingar hafa ekki fengið neinn hljómgrunn hjá forystu aðila vinnumarkaðarins, hvorki hjá vinnuveitendum né verkalýðsforystunni. Samt liggur það alveg ljóst fyrir hverjir eiga lífeyrissjóðina. Það er fólkið, sem hefur lagt hluta af launum sínum í þá. Þótt talað sé um mótframlag vinnuveitenda í sjóðina, er það auðvitað aðeins hluti af starfskjörum og eign launþegans eins og önnur laun. Atvinnurekendur og verkalýðsforysta þurfa ekki að hafa vit fyrir fólki um hvernig það fer með þessa peninga. Við þurfum ekki að hafa forystusveit aðila vinnumarkaðarins með okkur í bankann eða búðina til að hafa eftirlit með því hvernig við verzlum eða ráðstöfum sparifénu okkar. Hún þarf ekki heldur að hafa vit fyrir okkur á vettvangi lífeyrissjóðanna. Líklegasta skýringin á tregðu verkalýðs- og vinnuveitendaforystunnar til að verða við kröfum um lýðræði í lífeyrissjóðunum er að stjórnarsetan þar hefur tryggt þessum hópi bæði völd og hlunnindi. Í krafti peninga sjóðfélaganna hafa fulltrúar hans setið í stjórnum fyrirtækja og átt ýmis önnur ítök í viðskiptalífinu. Þátttaka þeirra í ákvörðunum þar hefur samt ekki verið tóm snilld, eins og dæmin sanna. Nú hafa þingmenn úr þremur flokkum lagt fram frumvarp á þingi, þar sem lagt er til að tekið verði upp lýðræði í lífeyrissjóðunum. Stjórnir þeirra verði kosnar á ársfundi af sjóðfélögunum. Atvinnurekendum yrði samkvæmt frumvarpinu heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu, en þeir mættu þó ekki vera í meirihluta í stjórninni, eðli málsins samkvæmt. Full ástæða er til að þetta frumvarp fái umræðu og skoðun. Krafan um aukið lýðræði er sterk í samfélaginu og það er eðlilegt að hún komi fram á vettvangi lífeyrissjóðanna eins og annars staðar. Ef sjóðfélagar velja sjálfir fólkið, sem tekur ákvarðanir um hvernig fé þeirra er ávaxtað, má gera ráð fyrir að meiri endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna. Það gæti jafnvel hugsazt að kynjahlutföllin í stjórnunum jöfnuðust, en nú er aðeins um þriðjungur stjórnarmanna í stóru sjóðunum konur. Kjarni málsins er þessi: Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga þá og eiga að ráða því hvernig þeim er stjórnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Þótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun. Í Fréttablaðinu var jafnframt fjallað um kröfur, sem heyrzt hafa í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár og áratugi, um að vali í stjórnir sjóðanna verði breytt og sjóðfélögunum sjálfum leyft að kjósa þær á aðalfundum. Það á reyndar við í örfáum, litlum sjóðum. Almenna reglan er hins vegar sú að verkalýðsforingjar og fulltrúar atvinnurekenda skipta stjórnarsætum í lífeyrissjóðunum á milli sín í huggulegheitum. Kröfur um breytingar hafa ekki fengið neinn hljómgrunn hjá forystu aðila vinnumarkaðarins, hvorki hjá vinnuveitendum né verkalýðsforystunni. Samt liggur það alveg ljóst fyrir hverjir eiga lífeyrissjóðina. Það er fólkið, sem hefur lagt hluta af launum sínum í þá. Þótt talað sé um mótframlag vinnuveitenda í sjóðina, er það auðvitað aðeins hluti af starfskjörum og eign launþegans eins og önnur laun. Atvinnurekendur og verkalýðsforysta þurfa ekki að hafa vit fyrir fólki um hvernig það fer með þessa peninga. Við þurfum ekki að hafa forystusveit aðila vinnumarkaðarins með okkur í bankann eða búðina til að hafa eftirlit með því hvernig við verzlum eða ráðstöfum sparifénu okkar. Hún þarf ekki heldur að hafa vit fyrir okkur á vettvangi lífeyrissjóðanna. Líklegasta skýringin á tregðu verkalýðs- og vinnuveitendaforystunnar til að verða við kröfum um lýðræði í lífeyrissjóðunum er að stjórnarsetan þar hefur tryggt þessum hópi bæði völd og hlunnindi. Í krafti peninga sjóðfélaganna hafa fulltrúar hans setið í stjórnum fyrirtækja og átt ýmis önnur ítök í viðskiptalífinu. Þátttaka þeirra í ákvörðunum þar hefur samt ekki verið tóm snilld, eins og dæmin sanna. Nú hafa þingmenn úr þremur flokkum lagt fram frumvarp á þingi, þar sem lagt er til að tekið verði upp lýðræði í lífeyrissjóðunum. Stjórnir þeirra verði kosnar á ársfundi af sjóðfélögunum. Atvinnurekendum yrði samkvæmt frumvarpinu heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu, en þeir mættu þó ekki vera í meirihluta í stjórninni, eðli málsins samkvæmt. Full ástæða er til að þetta frumvarp fái umræðu og skoðun. Krafan um aukið lýðræði er sterk í samfélaginu og það er eðlilegt að hún komi fram á vettvangi lífeyrissjóðanna eins og annars staðar. Ef sjóðfélagar velja sjálfir fólkið, sem tekur ákvarðanir um hvernig fé þeirra er ávaxtað, má gera ráð fyrir að meiri endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna. Það gæti jafnvel hugsazt að kynjahlutföllin í stjórnunum jöfnuðust, en nú er aðeins um þriðjungur stjórnarmanna í stóru sjóðunum konur. Kjarni málsins er þessi: Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga þá og eiga að ráða því hvernig þeim er stjórnað.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun