Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands í Eurovision og Kristjana Stefánsdóttir söngkona veittu okkur viðtal eftir æfinguna fyrir utan Telenor höllina í gærdag.
Í myndskeiðinu ræða þau meðal annars um Heru Björk sem var í ströngu fjölmiðlabanni síðustu daga fyrir fyrri undanúrslitakeppnina til að geta einbeitt sér að flutningnum sem kom okkur í úrslitin á laugardag.