Þessir tillitslausu ökumenn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. mars 2011 06:00 Ástæða þess að við stöðvum þig Ragnheiður er sú að þú gafst ekki stefnuljós þegar þó ókst út af hringtorginu," sagði hjálmklæddur lögregluþjónninn við mig alvarlegur í bragði. Mér vafðist tunga um tönn, sagði „ó!" Ég hélt að lögregluþjónninn hefði verið að beina umferðinni annað vegna umferðaróhapps sem hefði kannski átt sér stað lengra fram undan þegar hann gaf mér merki um að sveigja inn á bílastæði. Fattaði ekkert að hann ætti erindi beinlínis við mig. Eins og álfur gat ég síðan ekki sýnt fram á ökuréttindi, þar sem ökuskírteinið mitt lá í veskinu á stofuborðinu heima. Skjálfhent gat ég þó gert grein fyrir mér með öðrum skilríkjum sem lögregluþjónninn tók með sér til nánari athugunar. Á meðan sat ég hnípin í bílnum og beið. „Kjósir þú að tjá þig um brotið í skýrslu, er þér eindregið ráðlagt að segja satt og rétt frá," sagði hann við mig því næst. Það kom á mig fát svo hann spurði örlítið vingjarnlegar hvort ég vildi segja eitthvað sérstakt í skýrslunni. Ég neitaði því, vissi ekki hvað ég hefði mér til málsbóta svo ég kvittaði bara undir sem „hinn ákærði". Í póstinum á ég von á sekt. Ég hafði heyrt í útvarpinu mörgum dögum áður að lögreglan væri með sérstakt átak í gangi þar sem fylgst væri með hvort ökumenn gæfu stefnuljós. Tekið var fram að óvenju margir virtust „gleyma" að gefa stefnuljós út úr hringtorgum. Ég man að það hnussaði í mér yfir þessum tillitslausum ökumönnum sem hirtu ekki um að gefa þeim merki sem biðu færis að komast inn á hringtorg. Í þéttri síðdegisumferðinni hafði ég margoft látið þetta fara í taugarnar á mér. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því að ég væri ein af þeim tillitslausu. Að ég væri svo upptekin af eigin ferðalagi að sú einfalda aðgerð að smella stefnuljósinu á gleymdist. Samferðamönnum mínum til óþæginda og ama og jafnvel hættu. „Þú manst þetta næst, Ragnheiður," sagði lögregluþjónninn við mig að lokum, og ég skammaðist mín. Það sem eftir var ferðarinnar gætti ég þess að fara ekki of hratt, gefa stefnuljós og að hæfileg hemlunarvegalengd væri milli mín og þess fyrir framan mig. Ég virti stöðvunarskyldur, biðskyldur, hægrirétt og einstefnureglu og hét því í huganum að falla ekki aftur í hóp hinna tillitslausu ökumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun
Ástæða þess að við stöðvum þig Ragnheiður er sú að þú gafst ekki stefnuljós þegar þó ókst út af hringtorginu," sagði hjálmklæddur lögregluþjónninn við mig alvarlegur í bragði. Mér vafðist tunga um tönn, sagði „ó!" Ég hélt að lögregluþjónninn hefði verið að beina umferðinni annað vegna umferðaróhapps sem hefði kannski átt sér stað lengra fram undan þegar hann gaf mér merki um að sveigja inn á bílastæði. Fattaði ekkert að hann ætti erindi beinlínis við mig. Eins og álfur gat ég síðan ekki sýnt fram á ökuréttindi, þar sem ökuskírteinið mitt lá í veskinu á stofuborðinu heima. Skjálfhent gat ég þó gert grein fyrir mér með öðrum skilríkjum sem lögregluþjónninn tók með sér til nánari athugunar. Á meðan sat ég hnípin í bílnum og beið. „Kjósir þú að tjá þig um brotið í skýrslu, er þér eindregið ráðlagt að segja satt og rétt frá," sagði hann við mig því næst. Það kom á mig fát svo hann spurði örlítið vingjarnlegar hvort ég vildi segja eitthvað sérstakt í skýrslunni. Ég neitaði því, vissi ekki hvað ég hefði mér til málsbóta svo ég kvittaði bara undir sem „hinn ákærði". Í póstinum á ég von á sekt. Ég hafði heyrt í útvarpinu mörgum dögum áður að lögreglan væri með sérstakt átak í gangi þar sem fylgst væri með hvort ökumenn gæfu stefnuljós. Tekið var fram að óvenju margir virtust „gleyma" að gefa stefnuljós út úr hringtorgum. Ég man að það hnussaði í mér yfir þessum tillitslausum ökumönnum sem hirtu ekki um að gefa þeim merki sem biðu færis að komast inn á hringtorg. Í þéttri síðdegisumferðinni hafði ég margoft látið þetta fara í taugarnar á mér. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því að ég væri ein af þeim tillitslausu. Að ég væri svo upptekin af eigin ferðalagi að sú einfalda aðgerð að smella stefnuljósinu á gleymdist. Samferðamönnum mínum til óþæginda og ama og jafnvel hættu. „Þú manst þetta næst, Ragnheiður," sagði lögregluþjónninn við mig að lokum, og ég skammaðist mín. Það sem eftir var ferðarinnar gætti ég þess að fara ekki of hratt, gefa stefnuljós og að hæfileg hemlunarvegalengd væri milli mín og þess fyrir framan mig. Ég virti stöðvunarskyldur, biðskyldur, hægrirétt og einstefnureglu og hét því í huganum að falla ekki aftur í hóp hinna tillitslausu ökumanna.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun