Staðið með skattgreiðendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. mars 2011 06:15 Stéttarfélög opinberra starfsmanna annars vegar og Alþýðusambandið hins vegar eru komin í hár saman vegna minnisblaðs, þar sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins útlista hugmyndir sínar um sameiginlegt lífeyriskerfi landsmanna. Í minnisblaðinu er reifuð sú grundvallarhugmynd að lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verði sjálfbært, þ.e. að iðgjöldin standi undir lífeyrisgreiðslum eins og í lífeyrissjóðum almenna vinnumarkaðarins, í stað þess að bakábyrgð launagreiðandans, skattgreiðenda, þurfi að koma til. Það þýði m.a. að réttur opinberra starfsmanna til töku lífeyris verði miðaður við 67 ár eins og á almenna markaðnum, hætt verði að miða eftirlaun þeirra við laun eftirmanna, ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum verði afnumin og ávinnsla réttinda tengd aldri. Alþýðusambandið vill síðan að lífeyrisréttindi í landinu verði „jöfnuð upp á við", þ.e. að lífeyrisréttur á almenna markaðnum verði færður að því sem gerist sem gerist hjá opinberum starfsmönnum. Atvinnurekendur vilja fyrst sjá að kerfi opinberra starfsmanna geti staðið undir sér sjálft. Forsvarsmenn þriggja stærstu samtaka opinberra starfsmanna skrifuðu harðorða grein í Fréttablaðið í fyrradag og sögðu m.a. „alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks." Þetta er athyglisverð staðhæfing. ASÍ tekur sér einmitt stöðu með launafólki í þessu máli, því að allir launamenn eru skattgreiðendur. Hjá lífeyrissjóðum opinberra starsfmanna hefur nú safnazt upp 500 milljarða króna halli, þ.e. munur á því sem sjóðirnir munu þurfa að greiða í lífeyri og því sem þeir munu eiga til að standa undir greiðslunum. Bilið verða skattgreiðendur að brúa. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, svaraði í Fréttablaðinu í gær og minnti á að forysta sambandsins hefði fallizt á þá kröfu opinberra starfsmanna að ekki yrði hróflað við þegar áunnum réttindum. Hins vegar myndi reikningurinn vaxa þjóðinni yfir höfuð ef haldið yrði áfram á sömu braut, öll réttindi sem opinberir starfsmenn gætu áunnið sér í framtíðinni teldust þegar áunnin réttindi og skuldasöfnun opinberu lífeyrissjóðanna héldi áfram. Gylfi segir réttilega að forsvarsmenn opinberra starfsmanna verði að svara því hvernig eigi að greiða þennan reikning og um leið að verja samfélagslega þjónustu og þar með störf opinberra starfsmanna. Foringjar opinberra starfsmanna segja í grein sinni að betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafi löngum verið notuð til að réttlæta lægri laun en á almenna vinnumarkaðnum. Launafólk hljóti að gera kröfu um sömu lífeyrisréttindi og sömu launakjör. Það er réttmæt krafa, og raunar er bráðnauðsynlegt að borga opinberum starfsmönnum samkeppnishæf laun til að fá hæft fólk til starfa við almannaþjónustu. En um leið og kjörin yrðu jöfnuð, þyrfti að sjálfsögðu að afnema sérstaka vinnumarkaðslöggjöf fyrir opinbera starfsmenn, þar sem er meðal annars tryggð miklu meiri uppsagnarvernd og sveigjanleikinn almennt miklu minni en á almenna markaðnum. Sú tvískipting vinnumarkaðarins sem hér hefur þróazt, er til mikillar óþurftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Stéttarfélög opinberra starfsmanna annars vegar og Alþýðusambandið hins vegar eru komin í hár saman vegna minnisblaðs, þar sem ASÍ og Samtök atvinnulífsins útlista hugmyndir sínar um sameiginlegt lífeyriskerfi landsmanna. Í minnisblaðinu er reifuð sú grundvallarhugmynd að lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verði sjálfbært, þ.e. að iðgjöldin standi undir lífeyrisgreiðslum eins og í lífeyrissjóðum almenna vinnumarkaðarins, í stað þess að bakábyrgð launagreiðandans, skattgreiðenda, þurfi að koma til. Það þýði m.a. að réttur opinberra starfsmanna til töku lífeyris verði miðaður við 67 ár eins og á almenna markaðnum, hætt verði að miða eftirlaun þeirra við laun eftirmanna, ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum verði afnumin og ávinnsla réttinda tengd aldri. Alþýðusambandið vill síðan að lífeyrisréttindi í landinu verði „jöfnuð upp á við", þ.e. að lífeyrisréttur á almenna markaðnum verði færður að því sem gerist sem gerist hjá opinberum starfsmönnum. Atvinnurekendur vilja fyrst sjá að kerfi opinberra starfsmanna geti staðið undir sér sjálft. Forsvarsmenn þriggja stærstu samtaka opinberra starfsmanna skrifuðu harðorða grein í Fréttablaðið í fyrradag og sögðu m.a. „alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks." Þetta er athyglisverð staðhæfing. ASÍ tekur sér einmitt stöðu með launafólki í þessu máli, því að allir launamenn eru skattgreiðendur. Hjá lífeyrissjóðum opinberra starsfmanna hefur nú safnazt upp 500 milljarða króna halli, þ.e. munur á því sem sjóðirnir munu þurfa að greiða í lífeyri og því sem þeir munu eiga til að standa undir greiðslunum. Bilið verða skattgreiðendur að brúa. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, svaraði í Fréttablaðinu í gær og minnti á að forysta sambandsins hefði fallizt á þá kröfu opinberra starfsmanna að ekki yrði hróflað við þegar áunnum réttindum. Hins vegar myndi reikningurinn vaxa þjóðinni yfir höfuð ef haldið yrði áfram á sömu braut, öll réttindi sem opinberir starfsmenn gætu áunnið sér í framtíðinni teldust þegar áunnin réttindi og skuldasöfnun opinberu lífeyrissjóðanna héldi áfram. Gylfi segir réttilega að forsvarsmenn opinberra starfsmanna verði að svara því hvernig eigi að greiða þennan reikning og um leið að verja samfélagslega þjónustu og þar með störf opinberra starfsmanna. Foringjar opinberra starfsmanna segja í grein sinni að betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafi löngum verið notuð til að réttlæta lægri laun en á almenna vinnumarkaðnum. Launafólk hljóti að gera kröfu um sömu lífeyrisréttindi og sömu launakjör. Það er réttmæt krafa, og raunar er bráðnauðsynlegt að borga opinberum starfsmönnum samkeppnishæf laun til að fá hæft fólk til starfa við almannaþjónustu. En um leið og kjörin yrðu jöfnuð, þyrfti að sjálfsögðu að afnema sérstaka vinnumarkaðslöggjöf fyrir opinbera starfsmenn, þar sem er meðal annars tryggð miklu meiri uppsagnarvernd og sveigjanleikinn almennt miklu minni en á almenna markaðnum. Sú tvískipting vinnumarkaðarins sem hér hefur þróazt, er til mikillar óþurftar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun