Ráðherrar "komast upp með allt" Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. mars 2011 06:15 Eitt af því sem er svo óþægilegt í starfsumhverfi stjórnmálamanna er að þeir eru til skiptis í stjórn og stjórnarandstöðu, að minnsta kosti ef þeir sitja lengi á Alþingi. Afstaða þeirra í stjórnarandstöðu – sem iðulega er önnur og herskárri en þegar þeir eru í stjórn – kemur þess vegna oft og bítur þá í afturendann þegar þeir eru til dæmis komnir í ráðherraembætti. Þetta hefur gerzt oftar en nokkur maður hefur tölu á. Það sem stjórnmálamenn ættu að vera búnir að læra af þessu er að gera ekki aðrar kröfur í stjórnarandstöðu til andstæðinga sinna í ráðherraembættum en þeir gera til sjálfra sín þegar þeir eru sjálfir setztir í ráðherrastólana. En eins og við vitum hafa þeir ekki lært það. Það gilda til dæmis alltaf önnur viðmið um afsagnir ráðherra hjá stjórn en hjá stjórnarandstöðu. Þetta er ein ástæða þess að almenningur ber jafnlítið traust til stjórnmálamanna og Alþingis og raun ber vitni. Nú er komið upp skólabókardæmi um þetta tvöfalda siðgæði. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar karlmaður var ráðinn í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Kona sem sótti um starfið hafi verið að minnsta kosti jafnhæf og sá sem ráðinn var og af því að konur séu í minnihluta í skrifstofustjórastöðum í stjórnarráðinu hafi samkvæmt jafnréttislögum átt að ráða konuna. Þetta mál setur Jóhönnu Sigurðardóttur í erfiða stöðu. Fyrir sjö árum kom upp mál sem er að langflestu leyti sambærilegt. Sama kærunefnd úrskurðaði að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög með því að ráða karlmann í stöðu hæstaréttardómara. Kona sem sótti um embættið hefði verið ívið hæfari en sá sem skipaður var og í ljósi þess að konur væru í minnihluta í Hæstarétti hefði hún átt að hljóta embættið. Við þetta tækifæri lét Jóhanna Sigurðardóttir mörg stór orð falla á Alþingi. Þar á meðal þessi: "Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt.“ Þessi orð Jóhönnu vísuðu ekki til umdeildra viðbragða Björns Bjarnasonar við úrskurðinum, þegar hann sagði meðal annars jafnréttislögin "barn síns tíma“. Þau vísuðu eingöngu til þess að lögskipuð nefnd hafði komizt að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafði brotið lög – eins og nú hefur gerzt. Hér skal ekkert mat lagt á rökstuðning kærunefndarinnar í hvort skipti, en niðurstaðan er sú sama. Jóhanna segir í yfirlýsingu í gær að jafnréttislögin hafi bara alls ekki verið brotin. Sama sagði Björn 2004 og viðbrögð Jóhönnu voru þau að segja að ráðherrann léti "eins og engill með geislabaug og segist ekkert hafa gert af sér“. Einmitt. Jóhanna spurði fyrir sjö árum: "Hver er pólitísk ábyrgð ráðherrans? Er henni fullnægt að mati ráðherra með því að brotaþola verði dæmdar skaðabætur eða á ráðherra að segja af sér?“ Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir tækifæri til að svara sjálf þessum spurningum. Það hefur hún enn ekki gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Eitt af því sem er svo óþægilegt í starfsumhverfi stjórnmálamanna er að þeir eru til skiptis í stjórn og stjórnarandstöðu, að minnsta kosti ef þeir sitja lengi á Alþingi. Afstaða þeirra í stjórnarandstöðu – sem iðulega er önnur og herskárri en þegar þeir eru í stjórn – kemur þess vegna oft og bítur þá í afturendann þegar þeir eru til dæmis komnir í ráðherraembætti. Þetta hefur gerzt oftar en nokkur maður hefur tölu á. Það sem stjórnmálamenn ættu að vera búnir að læra af þessu er að gera ekki aðrar kröfur í stjórnarandstöðu til andstæðinga sinna í ráðherraembættum en þeir gera til sjálfra sín þegar þeir eru sjálfir setztir í ráðherrastólana. En eins og við vitum hafa þeir ekki lært það. Það gilda til dæmis alltaf önnur viðmið um afsagnir ráðherra hjá stjórn en hjá stjórnarandstöðu. Þetta er ein ástæða þess að almenningur ber jafnlítið traust til stjórnmálamanna og Alþingis og raun ber vitni. Nú er komið upp skólabókardæmi um þetta tvöfalda siðgæði. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar karlmaður var ráðinn í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Kona sem sótti um starfið hafi verið að minnsta kosti jafnhæf og sá sem ráðinn var og af því að konur séu í minnihluta í skrifstofustjórastöðum í stjórnarráðinu hafi samkvæmt jafnréttislögum átt að ráða konuna. Þetta mál setur Jóhönnu Sigurðardóttur í erfiða stöðu. Fyrir sjö árum kom upp mál sem er að langflestu leyti sambærilegt. Sama kærunefnd úrskurðaði að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög með því að ráða karlmann í stöðu hæstaréttardómara. Kona sem sótti um embættið hefði verið ívið hæfari en sá sem skipaður var og í ljósi þess að konur væru í minnihluta í Hæstarétti hefði hún átt að hljóta embættið. Við þetta tækifæri lét Jóhanna Sigurðardóttir mörg stór orð falla á Alþingi. Þar á meðal þessi: "Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt.“ Þessi orð Jóhönnu vísuðu ekki til umdeildra viðbragða Björns Bjarnasonar við úrskurðinum, þegar hann sagði meðal annars jafnréttislögin "barn síns tíma“. Þau vísuðu eingöngu til þess að lögskipuð nefnd hafði komizt að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafði brotið lög – eins og nú hefur gerzt. Hér skal ekkert mat lagt á rökstuðning kærunefndarinnar í hvort skipti, en niðurstaðan er sú sama. Jóhanna segir í yfirlýsingu í gær að jafnréttislögin hafi bara alls ekki verið brotin. Sama sagði Björn 2004 og viðbrögð Jóhönnu voru þau að segja að ráðherrann léti "eins og engill með geislabaug og segist ekkert hafa gert af sér“. Einmitt. Jóhanna spurði fyrir sjö árum: "Hver er pólitísk ábyrgð ráðherrans? Er henni fullnægt að mati ráðherra með því að brotaþola verði dæmdar skaðabætur eða á ráðherra að segja af sér?“ Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir tækifæri til að svara sjálf þessum spurningum. Það hefur hún enn ekki gert.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun