Ill nauðsyn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. mars 2011 08:29 Hernaður Vesturveldanna í Líbíu er ill nauðsyn. Alþjóðasamfélaginu bar skylda til að grípa inn í til varnar almenningi í landinu. Yfirlýsingar stjórnar einræðisherrans Gaddafí um að fyrirmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé yrði hlítt voru blekkingar einar og ekki um annað að ræða en að beita því hervaldi sem Öryggisráðið hafði heimilað. Úr því sem komið er getur bandalag ríkjanna sem tekið hafa að sér að framfylgja ályktun Öryggiráðsins ekki annað en reynt að tryggja að uppreisnarmenn í Líbíu nái yfirhöndinni á ný og stjórn Gaddafí verði komið frá. Þar koma í fyrsta lagi til mannúðarsjónarmið. Haldi Gaddafí völdunum má gera ráð fyrir að niðurstaðan verði svipuð og í Írak 1991, þegar bandamenn hættu hernaðinum gegn Írak eftir að her Saddams Hussein hafði verið hrakinn frá Kúvæt. Saddam hrökklaðist ekki frá völdum, heldur brást við með grimmilegum árásum á eigin þegna. Í öðru lagi er íhlutunin í Líbíu rækileg viðvörun til annarra harðstjóra í arabalöndunum, sem streitast nú við að halda völdum þrátt fyrir kröfu almennings um frelsi og lýðræði. Ef Gaddafí verður leyft að komast upp með að beita hörku til að berja niður uppreisnina í landinu er hætta á að aðrir arabaleiðtogar grípi til sömu ráða. Það er þess vegna mikilvægt að ríki heims hviki ekki frá stuðningi sínum við aðgerðirnar gegn Gaddafí. Ríkisstjórn Íslands hefur gert rétt í því að lýsa yfir stuðningi við aðgerðirnar. Það kemur ánægjulega á óvart að Vinstrihreyfingin - grænt framboð styðji nú hernaðaraðgerðir gegn sturluðum einræðisherrum. Það hefur flokkurinn hingað til ekki gert; þannig voru loftárásir NATO á Júgóslavíu þegar Slobodan Milosevic var að reyna að murka lífið úr Kosovo-Albönum kallaðar "árásarstríð" í ályktunum VG. En ábyrgð stjórnarflokksins víkur gömlum slagorðum til hliðar. Í stefnu VG segir enn þá: "Stríð og hernaður leysa engin vandamál, ekki frekar þó að hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mannréttindum." Það er þó einmitt til að tryggja frið og mannréttindi í Líbíu sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú heimilað hernaðaríhlutun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði hér í blaðinu í gær að forsenda stuðnings VG við aðgerðirnar væri að farið yrði eftir ályktun SÞ í einu og öllu. Vissulega er hægt að vísa til þess að aðgerðirnar gegn Milosevic 1998 voru ekki í umboði Sameinuðu þjóðanna. Rússar og Kínverjar lögðust þá gegn því að Öryggisráðið heimilaði árásir á Júgóslavíu. Siðferðilegar forsendur fyrir hernaðaríhlutun NATO þá voru hins vegar nákvæmlega þær sömu og fyrir aðgerðunum í Líbíu nú; verið er að koma í veg fyrir að stjórnvöld beiti hervaldi gegn eigin borgurum. Stuðningur alþjóðasamfélagsins, Íslands þar á meðal, þarf að sjálfsögðu að ná lengra en aðeins til hernaðaraðgerða. Það verður að styðja við nýja stjórn í Líbíu þegar þar að kemur til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar af falli Gaddafí verði stjórnleysi og ringulreið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Hernaður Vesturveldanna í Líbíu er ill nauðsyn. Alþjóðasamfélaginu bar skylda til að grípa inn í til varnar almenningi í landinu. Yfirlýsingar stjórnar einræðisherrans Gaddafí um að fyrirmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé yrði hlítt voru blekkingar einar og ekki um annað að ræða en að beita því hervaldi sem Öryggisráðið hafði heimilað. Úr því sem komið er getur bandalag ríkjanna sem tekið hafa að sér að framfylgja ályktun Öryggiráðsins ekki annað en reynt að tryggja að uppreisnarmenn í Líbíu nái yfirhöndinni á ný og stjórn Gaddafí verði komið frá. Þar koma í fyrsta lagi til mannúðarsjónarmið. Haldi Gaddafí völdunum má gera ráð fyrir að niðurstaðan verði svipuð og í Írak 1991, þegar bandamenn hættu hernaðinum gegn Írak eftir að her Saddams Hussein hafði verið hrakinn frá Kúvæt. Saddam hrökklaðist ekki frá völdum, heldur brást við með grimmilegum árásum á eigin þegna. Í öðru lagi er íhlutunin í Líbíu rækileg viðvörun til annarra harðstjóra í arabalöndunum, sem streitast nú við að halda völdum þrátt fyrir kröfu almennings um frelsi og lýðræði. Ef Gaddafí verður leyft að komast upp með að beita hörku til að berja niður uppreisnina í landinu er hætta á að aðrir arabaleiðtogar grípi til sömu ráða. Það er þess vegna mikilvægt að ríki heims hviki ekki frá stuðningi sínum við aðgerðirnar gegn Gaddafí. Ríkisstjórn Íslands hefur gert rétt í því að lýsa yfir stuðningi við aðgerðirnar. Það kemur ánægjulega á óvart að Vinstrihreyfingin - grænt framboð styðji nú hernaðaraðgerðir gegn sturluðum einræðisherrum. Það hefur flokkurinn hingað til ekki gert; þannig voru loftárásir NATO á Júgóslavíu þegar Slobodan Milosevic var að reyna að murka lífið úr Kosovo-Albönum kallaðar "árásarstríð" í ályktunum VG. En ábyrgð stjórnarflokksins víkur gömlum slagorðum til hliðar. Í stefnu VG segir enn þá: "Stríð og hernaður leysa engin vandamál, ekki frekar þó að hernaðarsinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mannréttindum." Það er þó einmitt til að tryggja frið og mannréttindi í Líbíu sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú heimilað hernaðaríhlutun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði hér í blaðinu í gær að forsenda stuðnings VG við aðgerðirnar væri að farið yrði eftir ályktun SÞ í einu og öllu. Vissulega er hægt að vísa til þess að aðgerðirnar gegn Milosevic 1998 voru ekki í umboði Sameinuðu þjóðanna. Rússar og Kínverjar lögðust þá gegn því að Öryggisráðið heimilaði árásir á Júgóslavíu. Siðferðilegar forsendur fyrir hernaðaríhlutun NATO þá voru hins vegar nákvæmlega þær sömu og fyrir aðgerðunum í Líbíu nú; verið er að koma í veg fyrir að stjórnvöld beiti hervaldi gegn eigin borgurum. Stuðningur alþjóðasamfélagsins, Íslands þar á meðal, þarf að sjálfsögðu að ná lengra en aðeins til hernaðaraðgerða. Það verður að styðja við nýja stjórn í Líbíu þegar þar að kemur til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar af falli Gaddafí verði stjórnleysi og ringulreið.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun