Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. maí 2011 19:09 Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra." Helstu fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra."
Helstu fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira