Laxinn mættur í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2011 14:43 Stefán hjá Lax-á og Þórarinn Sigþórsson Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Svo í morgun þá ákvað ég að kíkja aftur og gá hvort að ég yrði var við eitthvað líf. Og viti menn 2 laxar lágu neðst á klöppinni fyrir ofan flúðirnar í Damminum. Nýskriðnir upp flúðirnar og hafa rennst sér upp á klöppina. Skömmu síðar þá renndu þeir sér fram af klöppinni og hurfu niður í Damminn. Fallegir 2 ára laxar, mjög svipaðir að stærð þetta ca.12-14 pundin. Ég eyddi dágóðum tíma við Holuna en varð ekkert var þar". Blanda er nánast uppseld í júní og Júlí, en einhverjir fáir dagar eru eftir. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Svo í morgun þá ákvað ég að kíkja aftur og gá hvort að ég yrði var við eitthvað líf. Og viti menn 2 laxar lágu neðst á klöppinni fyrir ofan flúðirnar í Damminum. Nýskriðnir upp flúðirnar og hafa rennst sér upp á klöppina. Skömmu síðar þá renndu þeir sér fram af klöppinni og hurfu niður í Damminn. Fallegir 2 ára laxar, mjög svipaðir að stærð þetta ca.12-14 pundin. Ég eyddi dágóðum tíma við Holuna en varð ekkert var þar". Blanda er nánast uppseld í júní og Júlí, en einhverjir fáir dagar eru eftir. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði