Óeirðir í Vancouver eftir sigur Bruins í Stanley Cup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 13:30 Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver. Erlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver.
Erlendar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira